Nýlega lauk sjö vikna starfi vinnuhóps um gæludýr í strætó. Strætó skipaði 14 manna hóp með fulltrúa sem gætu lagt ákvarðanatökunni lið.

Fulltrúar hópsins voru frá:

  • Hollvinasamtökum Strætó
  • Farþegaþjónustu Strætó
  • Trúnaðarmenn Strætó
  • Vagnstjórar Strætó
  • Þvottastöð Strætó
  • Kattavinafélags Íslands
  • Dýralæknir
  • Hundaræktarfélag Íslands
  • Asma- og ofnæmisfélags Íslands
  • Dýraverndunarsambandi Íslands
  • Félags ábyrgra hundaeigenda.

Berglind Guðbrandsdóttir, annar stjórnandi Hundasamfélagsins, mætti á fund til að kynna Hundasamfélagið fyrir hópnum og áhuga okkar fyrir því að aðstoða með upplýsingagjöf, verði verkefnið að veruleika. Einnig Mætti Guðfinna Kristinsdóttir sem varamaður á annan fund fyrir hönd Félags ábyrgra hundaeigenda. Upplýsingum frá Norðurlöndunum var safnað saman og rætt var um þeirra reynslu af gæludýrum í almenningssamgöngum. Fundað var um hvernig best væri að útfæra tilraunaverkefnið hérlendis og niðurstaða hópsins var að samþykkja tilraunaverkefnið með 7 já, 5 nei og 2 hlutlaus. Sjórn Strætó mun hinsvegar eiga lokaorðið um hvort farið verði af stað með tilraunaverkefnið eða ekki.

Grein úr mbl í dag.
Grein úr mbl í dag.


Fjallað var um málið í fjölmiðlum í dag og tilkynnt að ákvörðun yrði tekin með haustinu.
Við viljum benda þeim einstaklingum sem vilja sjá þetta verkefni verða að veruleika, að láta stjórn Strætó vita. Stjórnin er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju aðildarsveitarfélagi.
Hægt er að senda póst á stjórn Strætó:

 

  • Bryndís Haraldsdóttir, Mosfellsbæ, formaður: bryndis@mos.is
  • Heiða Björg Hilmisdóttir, Reykjavík: heida.bjorg.hilmisdottir@reykjavik.is
  • Sverrir Óskarsson, Kópavogi: sverrir.oskarsson@tr.is
  • Einar Birkir Einarsson, Hafnarfirði: einarbirkir@hafnarfjordur.is
  • Sigrún Edda Jónsdóttir, Seltjarnarnesi: sigrunj@seltjarnarnes.is
  • Gunnar Valur Gíslason, Garðabæ: gunnar.valur.gislason@gardabaer.is

Einnig hefur hundasamfélagið farið af stað með nýjan undirskriftalista þar sem hægt er að lýsa yfir stuðningi með tilraunaverkefninu.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.