Hans er þýskur fjárhundur og sérþjálfaður mygluleitarhundur sem Jóhanna Þorbjörg þjálfaði. Ljósmyndari Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þýski fjárhundurinn Hanz var kynntur í gær á vorfundi tæknimanna sveitarfélaga í gær, á Hótel Selfossi. Hanz hefur verið í þjálfun hérlendis í um ár, í samstarfi við Mannvit, að leita að myglu í húsum. Mygluleitarhundar þekkjast víða í Evrópu en ekki hefur verið notast við þá hérlendis hingað til. Einar Ragnarsson, sviðsstjóri hjá Mannviti segir að Hanz muni gjörbylta aðferðum við að leita af leyndri myglu í húsum.

Hér er Einar með þeim Jóhönnu og Hans. Ljósmyndari Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er búin að vera í samstarfi við Mannvit verkfræðistofu í að verða tvö ár og Hans er búin að vera í þjálfun í rúmt ár að verða. Hann er mjög sannur, ef hann gerir mistök þá er það mér að kenna en hann klikkar eiginlega aldrei,“ segir Jóhanna.

Hanz og þjálfarinn hans, Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, fóru á skrifstofu Mannvits á Selfossi í gær eftir fundinn þar sem settar voru út hlutir með myglu á og Hanz boðið að finna hlutina. Þegar Hanz finnur lyktina af myglunni stendur hann alveg kyrr, Jóhanna gefur honum þá merki um að leit sé lokið og fær leik með bolta eða öðrum leikföngum sem verðlaun.

Hundar hafa um 220 milljón lyktarnema í nefinu á meðan manneskjur hafa aðeins um 20 milljónir. Hundar hafa verið þjálfaðir í að leita af peningum, krabbameini, líkum og öðrum dýrum. Einnig hafa þeir verið þjálfaðir í að greina sykurfall og flogakast áður en sjúklingur finnur fyrir einkennum. Frekari upplýsingar um lyktarskyn hunda má lesa hér.

Fréttin er byggð á frétt frá Vísi


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.