Bæn hundsins

kruttÉg lifi varla lengur en 15 ár.

Mér líður illa án þín, hugleiddu það áður en þú tekur mig að þér.  Gefðu mér tíma og svigrúm til að skilja til hvers þú ætlast af mér.

Hrós þitt og umbun er sem sólargeisli – refsing sem þungur dómur.  Reiðstu ekki sakleysi mínu, ég vil þér vel. 

Þú hefur þína atvinnu, átt þína vini og ánægjustundir – ég á bara þig.  Talaðu við mig. Enda þótt ég skilji ekki mál þitt, þá skil ég tón raddar þinnar. Augu mín og látbragð eru mín orð. 

Áður en þú slærð mig, bið ég þig að muna, að með beittum tönnum get ég kramið hönd þína, en ég mun aldrei beita þig ofbeldi. 

Ef þér finnst ég leiðinlegur vegna annríkis þíns, mundu þá að stundum líður mér illa og verð pirraður, til dæmis í sólarhita. 

Annastu mig þegar ég verð gamall. Án þín er ég hjálparvana.  Deildu með mér gleði þinni og sorgum. 

Veittu mér hlutdeild í lífi þínu, því ÉG ELSKA ÞIG.

Athugasemdir