Fyrsti hundur

Hundar eru krefjandi, tímafrekir, dýrir í rekstri og síðast en ekki síst, skuldbinding í allt að 17 ár. Það getur reynt á þolinmæðina að vera með lítinn hvolp eða hund. Hundurinn þarf að fara í göngutúr á hverjum degi. Sumir þurfa mikla hreyfingu og að fá að vinna. Svo er dýrt að eiga hund.

Sem betur fer eru hundar líka gefandi, skemmtilegir, ástríkir og bestu vinir mannsins! Það jafnast ekkert á við loðinn félaga sem er tilbúinn að gera allt fyrir mann.

Ef þú ert ekki viss hvort hundur sé rétta dýrið fyrir þig skaltu skoða þessa síðu vel og taka góðan tíma í að taka ákvörðun.

Athugasemdir