Flestir vita hvernig á að framkvæma fyrstu hjálp (CPR) á manneskju. Ef það líður yfir einstakling og hann hvorki andar né finnst púls vita flestir hvað á að gera þar til sjúkrabíll mætir á svæðið. En hvað með hunda?

Almennt andar hundur ekki í gegn um munnin nema honum sé heitt eða hann eigi erfitt með að anda í gegn um nefiðÞað er eins hjá dýrum og mönnum, að gott er að reyna að halda taktinum við „Staying Alive” með „BeeGees“ – Chris Ratcliffe
Er endurlífgun eitthvað öðruvísi milli tegunda?
Stutta svarið er já. Það er mikill munur á milli tegunda og hverskonar Fyrstu hjálp er rétt að beita hverju sinni.
Getur hver sem er endurlífgað hund?
Það fer algjörlega eftir því hvað er að hundinum. Algengast er að hundur falli í yfirlið út af undirliggjandi sjúkdómi eða af völdum utanaðkomandi hlutar/aðstæðna (t.d. eitrun eða alvarlegir áverkar vegna áreksturs), þá er mjög ólíklegt að ólærður einstaklingur geti bjargað hundinum. Það finnast þó alltaf undantekningar þar sem snögg viðbrögð í svipuðum aðstæðum gætu bjargað lífi.
Það eru þó alltaf meiri líkur á að dýralæknir kunni réttu handbrögðin eða viti hvað sé rétt að gera í hverju og einu tilfelli, þannig hringdu alltaf í dýralækni ef líf hundsins er í húfi og vertu tilbúin/n að fara með dýrið eins hratt og örugglega og hægt er á næsta opna spítala (Neyðarvaktin er opin allan sólarhringinn).
Hvenær þarf hundur á endurlífgun að halda?
Leitaðu eftir þessum þremur merkjum:
- Meðvitundarleysi
- Grunn/léleg eða engin öndun
- Veikur eða enginn púls/hjartsláttur
Það getur komið á óvart hversu erfitt það getur verið að meta þessi þrjú merki, auðveldast er að skoða háls, nef og munn.
Háls
Opnaðu munn hundsins og athugaðu hvort þú sjáir aðskotahlut.
Nef Athugaðu hvort loft komi inn/út um nasir hundsins.

Munnur Er eðlilegur litur í munninum á hundinum? Gómurinn hvítur eða tungan blá?
Það ætti ekki að taka lengur en 10 – 15 sekúndur að fara yfir þessi þrjú atriði. Ef öndunarvegurinn er laus við aðskotahlut, samt engin öndun og gómur hundsins ekki þessi venjulegi heilbrigði bleiki litur (sem bendir til þess að blóðstreymi sé ekki nægilegt/veikur eða enginn púls), þá þarf líklega að framkvæma fyrstu hjálp fyrir hunda.
Ef það er fastur aðskotahlutur í hálsinum á hundinum þarf að byrja á að fjarlægja hann á öruggan hátt.
Aðal ástæða þess að fyrstu hjálp er beitt í flestum tilfellum er vegna þess að hún er nauðsynleg fyrir þá sem lenda í hjartastoppi, en ef ekki er um hjartastopp að ræða er skaðinn við að framkvæma hjartahnoð yfirleitt lítill sem enginn.
Hvernig framkvæmir maður fyrstu hjálp?
Notast þarf við stöðuga skoðun á hálsi, nefi og munn á meðan verið er að reyna að endurlífga. Munninn á alltaf að skoða fyrst þar sem hvítur gómur bendir til hjartastopps og þá er nauðsynlegt að byrja á hjartahnoði.
Hvernig framkvæmum við hjartahnoð á hundi?
Það eru tvö markmið sem þarf að ná fram:
- Fá blóðið til að berast í lungun og fá þar súrefni til að losa blóðið við koltvíoxíð.
- Koma súrefnisfullu blóði til allra lífsnauðsynlegra líffæra til að koma af stað frumu framleiðslu.
Þessum markmiðum er hægt að ná með því að hjartahnoða á tvo mismunandi vegu:
- Hnoða hjartað sjálft sem neyðir hjartahólfin til að þenjast og falla saman.
- Örfa blóðflæði um bringuna með því að breyta þrýstingi inn í brjóstkassanum með því að þrýsta á brjóstkassan.

Hjartahnoð ætti að framkvæma með hundinn liggjandi á hliðinni og miða við að þrýsta brjóstkassanum niður um 1/3 – ½ af heildarþykkt brjóstkassans og hnoða 100 – 120 sinnum á mínútu, þetta á við um öll dýr, frá hundum og köttum til fugla. Gott er að halda sama takti við lagið “Staying Alive” með BeeGees rétt eins og með fólk. Mikilvægt er að leyfa brjóstkassanum að ganga til baka á milli hnoða.
- Ef um stóran hund er að ræða þarf töluvert afl til þess að hnoðið virki. Í þeim tilvikum þarf að nota báðar hendur, leggðu lófann ofan á hitt handarbakið. Læstu olnbogunum og hallaðu þér yfir hundinn þannig að það sé bein lína frá öxlum niður að höndunum. Þessi líkamsstaða auðveldar þér að nota þyngdina og kjarna vöðva líkamans í stað þess að reyna aðeins á hendurnar.
- Fyrir smærri hunda og ketti er hægt að nota fyrrgreinda aðferð eða aðeins aðra höndina. Þá eru fingurnir settir undir brjóstkassan og þumallinn ofan á og kreist kröftuglega.
Öndun

Þegar hjartahnoðið er komið vel á veg má fara að skoða nef og háls sem þurfa að vera í lagi svo öndun sé eðlileg. Öndunin þarf að vera óheft svo súrefni komist niður í lungun og svo líkaminn geti losað sig við koltvíoxíð.
Ef öndun er skert væri best að geta komið fyrir röri til að framkvæma barkaþræðingu sem er ómögulegt án tækja og reynslu. Næstbesti möguleiki er að framkvæma munn-við-nef. Munnur-við-munn er algjörlega tilgangslaus á hundum þar sem þeir anda í gegn um nefið og munnvikin eru almennt of stór til þess að manneskja geti lokað munninum nægilega vel.

- Lokið munninum með því að klemma hendinni utan um trýnið.
- Lengið á hálsinum þannig að trýnið fylgi sömu línu og hryggjasúlan, þetta tryggir sem mest opin öndunarveg.
- Setjið munnin vel utan um báðar nasir þannig að sem minnst loft komist út og blásið kröftuglega þannig að brjóstkassi hundsins rísi.
- Horfðu á brjóstkassann á meðan þú blæst og haltu áfram þar til þú sér brjóstkassann fullþaninn.
- Miðaðu við að hafa brjóstkassann fullþaninn í um eina sekúndu.
Þumalputtareglan er að þú gerir um 30 hjartahnoð, stoppir og komir tveim andardráttum í hundinn.
Að blanda saman hjartahnoði og munn-við-nef
Það er augljóst að það er ekki hægt að framkvæma hjartahnoð og munn-við-nef á sama tíma. Þumalputtareglan er að þú framkvæmir 30 hnoð á móti tveim andardráttum. Það er mælt með því að annar einstaklingur taki við af þér eftir tvær mínútur ef það er í boði. Það er gífurlega þreytandi að framkvæma endurlífgun og það er mikilvægt að viðkomandi sé að fylgjast vel með og ekki þreyttur eða andstuttur.
Hvenær á að hætta endurlífgun?
Þegar þú ert farin/n að finna fyrir hjartslætti og dýrið er farið að anda á eigin spýtur má hætta endurlífgun. Þó dýrið virðist vera komið til baka að fullu, vertu viss um að koma þeim til læknis sem allra fyrst í skoðun.
Hvað gerir maður ef hundur er að kafna?

Ef öndunarvegur er lokaður vegna aðskotahlutar þarf að fjarlægja hlutinn. Nota þarf mismunandi aðferð eftir því úr hverju aðskotahluturinn er og hvernig/hvar í kokinu/hálsinum hann er staðsettur. Stundum er hægt að sækja hlutinn með fingrunum ef hann er ekki neðarlega í kokinu, varast skal að ýta hlutnum neðar í kokið og því skal ekki gera þetta nema með vissu um að aðskotahluturinn náist. Einnig er hægt að nota það sem svipar til Heimlich handtaksins fyrir hunda. Með smærri hunda er hægt að grípa í afturlappirnar á þeim og snúa þeim á hvolf og notaðir snöggir kippir til að reyna að losa hlutinn ef þyngdarlögmálið sér ekki um það.
Credit fyrir myndir og upplýsingar
Journal of Veterinary Emergency and Critical Care
Myndir og upplýsingar:
http://www.telegraph.co.uk/pets/news-features/dog-cpr-administer-first-aid-properly/
http://www.instituteofcaninebiology.org/blog/brachycephaly-its-more-than-just-the-pretty-face