Vissir þú þetta um hundahald í Reykjavík?

Hundahald var alfarið bannað árið 1924 í þéttbýli. Ástæðan var að þeir voru smitberar sullaveikinnar sem lagðist bæði á sauðfé og mannfólk

Vaxandi óánægju gætti meðal hundaeiganda og fór svo að árið 1973 höfðaði hundaeigandi í borginni mál gegn borgarstjóra Reykjavíkur. Taldi hundaeigandinn að með banninu hafi verið brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum sínum er varða friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki var fallist á rök hundaeigandans

Í kringum 1980 var farið að gera undartekningar á reglunni í sveitabæum utan Reykjavíkur og seinna bættust við undanþágur fyrir vinnuhunda.

Árið 1984 lét borgarstjórn Reykjavíkur undan þrýstingi fjölda borgarbúa og veitti undanþágur í fjögur ár, en að þeim tíma loknum skyldi efna til atkvæðagreiðslu á meðal borgarbúa um málið. Árið 1988 var kosið um hundahald í Reykjavík. Aðeins 8.777 kusu af 68.525 Reykvíkingum sem voru á kjörskrá. Tæplega 40% kjósenda vildu halda reglum um hundahald óbreyttum en rúm 60% kjósenda voru andvíg hundahaldi í Reykjavík. Að mati HRFÍ var spurningin mjög misvísandi og jafnvel hundaeigendur hefðu ekki vitað hvað spurningin fól í sér. Bannið hélt áfram og hundar aðeins leyfðir í Reykjavík sem höfðu fengið undanþágu frá Heilbrigðiseftirlitinu.

Árið 2002 var hundahald enn bannað en undanþágur voru mun fleiri. Hins vegar þurfti sérstaklega að sækja um undanþáguna hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Óheimilt var að láta hund dvelja lengur en einn mánuð á heimili án þess að sótt væri um leyfi fyrir honum.

Árið 2006 var banni við hundahaldi aflétt en ýmis skilyrði þurfti að upfylla samkvæmt Samþykkt um hundahald í Reykjavík.

Talið er að aðeins um 50% hunda séu skráðir á Höfuðborgarsvæðinu.

Skráðum hundum hefur fjölgað hratt á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár.  Þeir voru 3.551 í byrjun ársins 2006 en voru 5.475 árið 2012.

Skráningargjald hunds í Reykjavík er 18.900 kr. og gjaldið árlegt eftir skráningu.
Hafi eigandi hundsins farið á grunnnámskeið hjá viðurkenndum hundaskóla er 50% afsláttur gefinn af árgjaldinu.

Hundaeftirlitið í Reykjavík semur við hundageymslur sem standast kröfur eftirlitsins, um vörslu hunda sem teknir eru í lausagöngu og af öðrum orsökum. Til að leysa hundinn sinn út eftir handsömun þarf að greiða 28.700 kr.

Hundaeftirlitsmenn í Reykjavík eru tveir, Helgi og Óskar.
Hér má sjá upplýsingar til að hafa samband við þá.

Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ), sem stofnað var árið 1969, er í senn ræktunarfélag og hagsmunafélag hundaeigenda á Íslandi.

Yfir 1.000 hvolpar eru skráðir í ættbók hjá HRFÍ á hverju ári.

Nú eru skráðar um 90 hundategundir hjá HRFÍ.

Þjóðarhundur Íslands er Íslenski fjárhundurinn. Tegundin barst til landsins með landnámsmönnum og aðstoðuðu hundarnir við gæslu og smölun fjár, nautgripa og hesta.

Upplýsingar fengnar af eftirfarandi síðum:

http://spyr.is/grein/godrad/8181?customer_id=1395

http://reykjavik.is/sites/default/files/skjol_thjonustulysingar/hundasam_ykkt2012.pdf

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1090586/

http://mast.is/

http://hrfi.is/

http://www.fah.is/node/276