Alls staðar í náttúrunni eru dýr sem hafa vit á að forðast ákveðna liti og mynstur. Það hefur þó verið umdeilt hvort dýrin læri það af reynslunni eða hvort þau fæðist með þann hæfileika. Dr. Arnold Chamove vinnur við sálfræðideild Massey University í Nýja Sjálandi en nýlega var rannsókn eftir hann birt í tímaritinu AnthrozoosRannsókn hans sýndi fram á að upplýsingar í DNA dýra geri þau varúðarsöm þegar kemur að ákveðnum mynstrum. Forfeður dýranna hefðu þannig lært að dýr með þessi mynstur hefðu varnir á borð við eitur,vonda lykt eða vont bragð sem gerðu dýrin veik. Dýrin fæðast því með vit á að forðast ákveðna liti og mynstur.

Coral slöngur eru eitraðar og skarta þær skærum litum og röndum. snakur

Lirfa fiðrildisins Krossfífilstígra skartar röndum sem vara óvini við en hún er einstaklega bragðvond og þeir sem éta hana geta orðið veikir. lirfa
Rendur skunksins vara óvini einnig við en hann gefur frá sér mjög vonda lykt þegar hann er hræddur eða í vörn.
skunkur

Chamove velti því fyrir sér hvort það sama ætti við um hunda og hvort föt manna hefðu mögulega áhrif á andlegt ástand þeirra. Hann rannsakaði 22 hunda sem bjuggu í hundaskýli. Ungur karlmaður í svörtum fötum gekk fram hjá stíum hundanna. Í hvert skipti sem hann gekk fram hjá þeim var hann í langermabol sem var með mismunandi mynstri; eins cm mjóar, svartar og hvítar rendur (bæði láréttar og lóðréttar), fjögurra cm breiðar svartar og hvítar renndur (bæði láréttar og lóðréttar), svartar og hvítar rendur sem voru misþykkar og síðasti bolurinn var einlitur með engum röndum. Þegar maðurinn gekk fram hjá stíunum stoppaði hann í átta sekúndur fyrir framan hvern hund. Þetta gerði hann einu sinni í hverjum bol. Myndavélar tóku upp viðbrögð hundanna. hundur-girding Í ljós kom að fötin höfðu vissulega áhrif á hugarástand hundanna. Mesta tilfinningasvörun gaf flíkin með mjóum, svörtum og hvítum röndum en minnsta svörun gaf einlita flíkin. Láréttar línur gáfu meiri svörun en þær sem lóðréttar voru. Þessi tilfinningasvörun sem hundarnir gáfu frá sér var óöryggi og kvíði. Til að renna stoðum undir fyrri rannsókn sína endurtók Chamove rannsóknina með litlum breytingum. Þá voru notaðir 10 hundar úr hundaathvarfi og 15 hundar úr ræktunarstöð sem tengdist háskólanum sem hann vann í. Þá voru einungis notuð þrjú mynstur í langermabolunum; svartar, hvítar, mjóar og láréttar renndur (sem gáfu mesta svörun í fyrri rannsókninni), hvítt með svörtum hringjum (einn cm í þvermál) og að lokum einlitur langermabolur. Í stað karlmans  gekk kona fram hjá hundunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru í takt við þá fyrri. Svartar, hvítar og mjóar rendur gáfu mesta tilfinningalega svörun og einlitur bolur gaf minnsta svörun. gladurhundur Þessar rannsóknir sýna að hundar geta brugðist misjafnlega við ókunnugu fólki sem nálgast það ef það er í fötum með röndóttu mynstri. Hundarnir í rannsókninni brugðust við með hræðslu og þeir voru ekki jafn vingjarnlegir og þeir hefðu annars verið. Það má því segja að ef meta á skapgerð hunda er mikilvægt að gæta þess hvernig verður fyrir valinu. Forðast skal að ganga í fötum með ýktu mynstri og þá sérstaklega láréttum röndum.


administrator

Berglind á íslenska fjárhundinn Hektor og whippetana Blossa og Takt. Hún hefur mikla reynslu af hundum og er lærður hundaþjálfari og -atferlisfræðingur. Hún lærði í bandaríska skólanum The Academy for Dog Trainers. Berglind er að læra dýrahjúkrunarfræði og vinnur hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, ásamt því að reka hundaskólann Hundasetrið. Berglind lærði hundanudd í Chicago School of Canine Massage. Hún er með BSc í sálfræði og hefur unnið með Dýrahjálp Íslands.