mbl.is er skemmtileg grein eftir Krist­ínu Heiðu Krist­ins­dóttur um hvernig rithöfundurinn Ólafur Haukur Símonarsson fór óvænt í hundana og hef­ur nú sent frá sér bók um sam­býli sitt og púðluhundana Uglu og Fóu. Hann seg­ir hunda hafa mjög ró­andi nær­veru og að þeir dragi fram það besta í fólki, og þess vegna ættu að vera hund­ar í alþing­is­hús­inu. Ólaf­ur Hauk­ur Sím­on­ar­son ætlaði aldrei að fara út að ganga með hunda, hvað þá hreinsa upp skít­inn eft­ir þá, en það breytt­ist þegar púðluhund­arn­ir Ugla og Fóa fluttu inn á heim­ili hans fyr­ir tíu árum, án sam­ráðs við hann. Óli hef­ur sent frá sér bók sem seg­ir frá því hvernig hann fór í hund­ana.

Ég hafði aldrei um­geng­ist hunda eða verið í ná­býli við þá af nokkru tagi áður en Ugla og Fóa fluttu inn á mitt heim­ili. Mér fannst hund­ar ekki eiga neitt er­indi inn í bæi eða borg­ir. Dótt­ir mín keypti tvo hunda fyr­ir ferm­ingar­pen­ing­ana sína og þeir voru sótt­ir aust­ur fyr­ir fjall án þess að ég væri hafður með í ráðum. Ég tók það stíft fram í byrj­un að þess­ir hund­ar væru ekki á mín­um veg­um og ég hefði eng­ar skyld­ur gagn­vart þeim, ætlaði ekki að ganga um göt­ur með hunda og hreinsa upp skít eft­ir þá,“ seg­ir Ólaf­ur Hauk­ur Sím­on­ar­son um þann at­b­urð sem átti sér stað fyr­ir tíu árum þegar tík­urn­ar Ugla og Fóa fluttu inn til hans. Hann hef­ur nú sent frá sér bók um sam­býli sitt og púðluhunda þess­ara sem ber titil­inn Ugla & Fóa og maður­inn sem fór í hund­ana.

Uglu og Fóu finnst gaman að ferðast um landið. Ólafur og Unnur fórum eð þær ...Uglu og Fóu finnst gam­an að ferðast um landið. Ólaf­ur og Unn­ur fór­um eð þær í tjald­ferðalag og hér sigla þær með Hrís­eyj­ar­ferj­unni.

„Ég var alltaf að segja kunn­ingj­um mín­um sög­ur af hund­un­um og einn þeirra hvatti mig til að skrifa þær niður, sem ég og gerði og úr varð þessi bók. Ugla og Fóa verðskulda smá­sög­ur af sér og okk­ar sam­skipt­um, þær eru orðnar heldri döm­ur, þær eru átt­ræðar í manns­ár­um,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að bók­in sé fyr­ir fólk á öll­um aldri, en hún henti líka vel fyr­ir krakka til að hjálpa þeim að læra á sinn hund ef slík­ur er á leið á heim­ilið.

Gjör­ólík­ir per­sónu­leik­ar

„Þær syst­ur eru úr átta hvolpa goti, Ugla kom fyrst og var stærst en Fóa fædd­ist síðust og var minnst. Þær vita báðar hver gogg­un­ar­röðin er á þessu heim­ili: Ég kem fyrst­ur, síðan Ugla og að lok­um Fóa.“ Í ljósi þess að Ólaf­ur hefði aldrei gefið leyfi fyr­ir hund­un­um ef hann hefði verið spurður er nokkuð kó­mískt að Ugla og Fóa völdu hann strax sem sinn aðal­vin. Unnur Sesselía dóttir Ólafs keypti hundana fyrir fermingarpeningana sína.„Það helg­ast ef­laust af því að ég er lang­mest hér heima og ég er sá sem fer með þær í göngu­túr tvisvar til þris­var á dag og gef þeim að éta. Nú er þetta orðið þannig að ef ég skrepp til út­landa þá hugsa ég heim til þeirra og spyr eft­ir þeim. Það er ekki við öðru að bú­ast þegar sam­búðin hef­ur staðið í rúm­an ára­tug,“ seg­ir Ólaf­ur sem var fljót­ur að gefa eft­ir ýms­ar regl­ur sem hann hafði sett í byrj­un, til dæm­is tók hann ekki í mál að tík­urn­ar fengju að fara í svefn­her­bergi hans, en sú regla hvarf fljótt eins og aðrar.

„Mín­ar varn­ir brustu þegar mér varð ljóst hversu mikl­ir ein­stak­ling­ar þær eru og hvað þær hafa gjör­ólík­an per­sónu­leika, rétt eins og við mann­fólkið. Þær eru ekki eins og þeim lík­ar ekki það sama. Önnur er til dæm­is miklu meira gef­in fyr­ir úti­veru en hin er meiri inni­púki og vill kúra. Sú svarta er sein­tekn­ari en hvíta miklu opn­ari. Fóa er sprett­hörð, mat­grönn og sjálfri sér næg. Ugla er al­vöru­gef­in og allt að því íhalds­söm í hátt­um og skoðunum.“

Þær skilja ís­lensku og þær tala líka ís­lensku

Ólaf­ur seg­ir þær Uglu og Fóu næm­ar skepn­ur og þær lesi hann eins og opna bók.

Teikningarnar í bókinni eru eftir Lindu Ólafsdóttur.
Teikn­ing­arn­ar í bók­inni eru eft­ir Lindu Ólafs­dótt­ur.

„Það er ótrú­lega mikið tákn­mál sem fer fram í sam­skipt­um okk­ar og ég læri að lesa í ýmis merki hjá þeim. Þær skilja líka vel ís­lensku og þær tala ís­lensku, enda geta púðluhund­ar lært allt að fimm­tíu orð. Með reynsl­unni læra þær að setja ákveðin hljóð í ákveðið sam­hengi, þær skilja til dæm­is vel grund­vall­ar­orðin ganga, borða, sofa. Þegar ég segi „eig­um við ekki að fara að sofa“, þá hlaupa þær upp í sitt ból. Þegar ég sit við eld­hús­borðið og er ekk­ert lík­leg­ur til að standa upp og segi við konu mína: „jæja, ætli ég fari ekki út að ganga með hund­ana“, þá spretta þær upp og fara beint að úti­h­urðinni. Þær skilja þess­ar setn­ing­ar.“

Þeim verður órótt þegar ákveðin kona nálg­ast húsið

Ugla og Fóa gera mik­inn mannamun og láta vanþókn­un sína ber­lega í ljós við þá sem þeim lík­ar lítt við. „Það eru nokkr­ir ein­stak­ling­ar sem þær þola alls ekki og urra að, sér­stak­lega tvær kon­ur sem við þekkj­um og koma oft hingað á heim­ilið. Ann­arri kon­unni varð það á fyr­ir margt löngu að setja fót­inn í Uglu og vippa henni frá þar sem hún þvæld­ist fyr­ir henni. Það er geymt en ekki gleymt í hundsminn­inu. Og hin tík­in tek­ur upp þykkj­una fyr­ir syst­ur sína og urr­ar líka að þess­ari konu, alltaf. Þær munu aldrei taka hana í sátt. Hin kon­an kem­ur sjald­an því hún býr í út­lönd­um, en við vit­um alltaf þegar hún er á ferðinni því hund­arn­ir fara á taug­um tals­vert áður en hún kem­ur að hús­inu. Þeim verður mjög órótt. Við telj­um að kon­unni fylgi eitt­hvað sem kem­ur á und­an henni. En kannski eru tík­urn­ar svo lykt­næm­ar að þær finna lykt­ina löngu áður en hún kem­ur, enda eru hund­ar með tutt­uguþúsund­falt þef­skyn á við okk­ur mann­fólkið.“

Reykj­andi draug­ur í kjall­ara

Púðlusyst­urn­ar eru líka næm­ar á aðra heima, þær áttu það til að fara niður í kjall­aratröpp­ur á heim­il­inu þar sem fjöl­skyld­an bjó áður og urra að draugn­um sem þar hafðist við.

Teikn­ing/​Linda Ólafs­dótt­ir

„Það bjó dansk­ur heim­il­is­draug­ur í kjall­ar­an­um hjá okk­ur en hann hafði starfað þar lengi í lif­anda lífi á hjól­reiðaverk­stæði. Og hann hafði reykt pípu. Ég er eng­inn áhugamaður um hand­an­heima­mál, er ekki myrk­fæl­inn eða legg mig eft­ir að kom­ast í tæri við eitt­hvað slíkt, en þetta fór ekk­ert á milli mála. Sá danski var oft að skarkalast eitt­hvað niðri og stund­um gaus upp mik­il pípur­eyk­inga­lykt. Þegar gest­ir komu í heim­sókn og ilm­ur­inn fór að streyma upp úr kjall­ar­an­um spurðu þeir hver væri að reykja pípu. Við átt­um aðeins eitt svar við því.“

Svavar Knút­ur, KK, Heiða o.fl.

Ólaf­ur Hauk­ur kem­ur víða við og ný­lega sendi hann frá sér disk­inn Geng­ur og ger­ist, sem inni­held­ur skemmti­leg söng­lög í lét­um dúr um Bald­ur bak­ara, Siggu löggutröll, mann­inn í Mos­fells­bæ og fleira skemmti­legt fólk. Um flutn­ing­inn sjá þau Heiða, Halli og Gói, Svavar Knút­ur og KK. Öll lög­in og text­arn­ir eru eft­ir Ólaf Hauk.Ólaf­ur gef­ur disk­inn út í sam­vinnu við Um­hyggju, fé­lag til stuðnings lang­veik­um börn­um. All­ur ágóði af sölu disks­ins renn­ur til þeirra.

Greinin á mbl