Vísir greindi frá því 19. janúar að hundurinn Lukka væri heppin að vera á lífi eftir að hún át rusl eftir áramótin. Lukka hafði komist í kork stykki í göngutúr í kring um áramótin sem talið er koma frá flugeldi.

 Helga Þ. Stephensen og hundurinn Lukka. /Mynd fengin af Vísir.is
Helga Þ. Stephensen og hundurinn Lukka. /Mynd fengin af Vísir.is

„Hún Lukka mín er hálfur Íslendingur og voða góð og ljúf. Ég tók eftir því skömmu eftir áramótin að hún hætti að gera stykkin sín og var orðin eitthvað skrítin. Þetta var orðið meiriháttar vesen. Ég fór með hana tvisvar eða þrisvar og þetta var myndað en ekkert fannst. Að lokum fannst þetta þó.“

Það var farið með Lukku nokkrum sinnum til dýralæknis og var myndað fyrir aðskotahlutum en sást ekkert á fyrstu myndum, korkurinn fannst þó á endanum og var fjarlægður. Aðgerðin kostaði 200.000 þúsund krónur sem tryggingarnar endurgreiða og segist Helga vera því fegin, svona rétt eftir hátíðirnar.

Korkurinn var alls um 5 cm á lengd með gati í gegn. /Mynd fengin af Vísir.is
Korkurinn var alls um 5 cm á lengd með gati í gegn. /Mynd fengin af Vísir.is


Við minnum því hundaeigendur á að passa vel upp á að hundarnir séu ekki að komast í flugeldaruslið og að slysatryggja hundana sína. Á hverju ári lenda bæði hundar og kettir í því að borða rusl og enda í aðgerð, það er þó algengast um áramótin segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur á Dýraspítalanum í Víðidal.

„Ef það er eitthvert plastdót í flugeldunum sjálfum, sem dýrin éta, þá geta magasýrurnar ekki brotið það niður og þá myndast allsherjar stífla. Dýrin hætta að éta og drekka. Um leið og þau reyna að ná einhverju niður þá bregst líkaminn þannig við að þau byrja bara að kasta upp. Líkaminn er þá bara alveg stíflaður. Þá þarf að opna til að fjarlægja tappann sem hefur myndast. Þau hreinlega geta endað á því að svelta í hel. Þau geta því dáið af svona stíflum,“ segir Snæfríður.

Hættur vegna flugeldanna er ekki eingöngu vegna stíflu, afgangar flugeldanna innihalda meðal annars kalíumnítrat, kolefni, brennistein og mismunandi litarefni sem geta innihaldið hættulega þungmálma.
Ef gæludýr innbyrga flugeldaleifar getur það valdið miklum óþægindum, eins og uppköstum, verkjum og blóðugum hægðum. Alvarlegustu einkenni eru flogaköst, nýrnabilun, beinmergsbreytingar, stuttur andardráttur og jaundice, sem veldur litabreytingu húðar.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.