Hér eru Aya og hundurinn hennar, George.[/caption]

George er flóttahundur. Hann hefur gengið í gegnum hræðilega hluti og ferðast langa leið í leit að öryggi með eiganda sínum, henni Ayu.
Aya er ungur flóttamaður, hún fann George í Baghdad þegar hann var hvolpur. Aya var að keyra með föður sínum þegar hún sá nokkra unglinga berja George, á meðan þeir héldu honum uppi á eyrunum. Aya stökk út úr bílnum og grátbað strákana að hætta. Hún gaf þeim allan þann pening sem hún hafði á sér.
George var í mjög slæmu ástandi. Hann var grannur og skítugur. Dýralæknir sagði að George myndi ekki lifa af nema hann fengi fullkomna umönnun. Í dag er hann fullkomlega heilbrigður!
Hann er búinn að ferðast með Ayu um allt, til dæmis í gegnum Írak, Sýrland og Tyrkland. Í hvert skipti sem hann sér Ayu gráta, hoppar hann í kjöltu hennar og notar loppuna til að draga hendur hennar frá andlitinu.
Hún segir frá: ,,George is my refugee dog. We’ve been through many horrible things together. I found him in Baghdad when he was just a puppy. My father and I were driving down the road and I saw some teenagers holding George by the ears and hitting him. I jumped out of the car and begged them to stop and gave them all the money I had. George was so thin and dirty, and the doctor said he was very sick and he’d only survive if I took perfect care of him. And look at him now! He’s been with me through Iraq, Syria, Turkey… everything. Whenever he sees me crying, he jumps in my lap and uses his paw to pull my hands away from my face“.

Eman heldur á Rose

Eman Matrood Aazawi flúði Baghdad til grísku eyjarinnar Lesbos, með fjölskyldu sinni og hundunum Rose og Milo. Eman lýsir hryllilegri reynslu af ferðinni frá Baghdad en segir að hundarnir Rose og Milo hafi hjálpað öllum hópnum að vera jákvæðum í gegnum þessa lífsreynslu. Rose er móðir Milo og eru þau bæði Havanese blöndur og hafa verið ótrúlega sterk. Þau sváfu í gegnum bátsferðina og hafa tekið ferðinni með einstöku jafnaðargeði.

Ungur sýrlenskur strákur að klappa Milo á meðan beðið er eftir rútu til að fara með þau í flóttamannabúðir, áður en farið verður til Aþenu.
Ungur sýrlenskur strákur að klappa Milo á meðan beðið er eftir rútu til að fara með þau í flóttamannabúðir, áður en farið verður til Aþenu.

 

Aslan og Rose hafa orðið nokkuð vinsæl eftir að fréttamaður tók viðtal við hann Aslan, 17 ára strák sem hefur ferðast ótrúlega vegalengd með hvolpinn sinn, hana Rose
Aslan og Rose hafa orðið nokkuð vinsæl eftir að fréttamaður tók viðtal við hann Aslan, 17 ára strák sem hefur ferðast ótrúlega vegalengd með hvolpinn sinn, hana Rose.

Aslan kom einnig í gegnum eyjuna Lesbos á Grikklandi. Hann ferðaðist um 483 km fótgangandi frá Damascus. Aslan lýsir því í myndbandinu að það hvarflaði aldrei að honum að skilja hundinn sinn eftir.

 

Hér er Johnny með eiganda sínum.
Hér er Johnny með eiganda sínum.

Þetta langa ferðalag getur tekið á fyrir litlu lappirnar og því hafa eigendur Johnny borið hann í barnapoka til skiptis.

Ahmad og hundurinn hans, hann Teddy.
Ahmad og hundurinn hans, Teddy.

Ahmad sagði að honum hafi aldrei dottið í hug að skilja Teddy eftir. ,,Teddy er barnið mitt“, segir Ahmad.
Margir flóttamannanna hafa misst börnin sín, foreldra, fjölskyldumeðlimi og/eða vini. Oft eru hundarnir þeir einu sem eftir eru og þeir geta svo sannarlega veitt manni nauðsynlega alúð á erfiðu ferðalagi. Knúsum dýrin okkar, þau standa með okkur í blíðu og stríðu.

Tekið og þýtt þann 15.des. 2015
Aya og Georg:
https://www.facebook.com/humansofnewyork
Eman, Rose og Milo:
http://www.middleeasteye.net/news/rose-and-milo-2-family-dogs-accompany-iraqi-refugees-europe-389856564
Aslan og Rose:
http://www.theguardian.com/world/video/2015/sep/19/syrian-refugee-dog-video
Johnny og eigandinn, og Ahmad og Teddy:
http://www.keeptalkinggreece.com/2015/09/11/syrian-refugees-flee-the-war-together-with-their-pets/

]]>


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.