Þar sem ekkert hafði sést til hans í mánuð fór Kristín Auðbjörns, annar eigandi Mola, að skoða líftrygginguna hans og komst þá að því að Sjóvá borgar ekki út líftryggingu á hundi sem annaðhvort er stolið eða finnst ekki. Henni brá augljóslega og fór að skoða skilmálana hjá hinum tryggingarfélögunum. Kom þá í ljós að Sjóvá er eina tryggingarfélagið sem tryggir hvorki stuldur né ef hundur finnst ekki aftur.