Það er stór ákvörðun að fá sér hund. Þessi ákvörðun mun breyta lífi þínu. Það er mikil vinna að hugsa
Þú hefur ákveðið að taka að þér hund. Þú gerir þér grein fyrir þeirri vinnu sem því fylgir og þú áttar þig á því að þetta er margra ára skuldbinding. Þú ert tilbúin(n) að eyða þeim peningum, tíma og orku sem þarf til að ala upp hund. Þetta er góð byrjun en enn vantar svör við mörgum spurningum. Lífstíll þinn, húsnæði, staðsetning og fleira hefur áhrif á það hvaða hundur hentar þér og þinni fjölskyldu. Tegund, aldur og kyn hundsins getur líka skipt máli.