Það er lítið kaffihús á Grikklandi sem opnar dyrnar sínar á kvöldin eftir að allir kúnnarnir eru farnir.
Næturkúnnarnir eru flækingshundar bæjarins sem fá að komast inn í hitann frá næturkuldanum.
Heilbrigðisfulltrúar í bænum banna alla hunda á kaffistaði, meira að segja hjálparhunda fyrir blinda. Sem betur fer virðist heilbrigðiseftirlitið ætla að líta framhjá þessu. Bæði eru flækingshundar þekkt vandamál á Grikklandi og svo var bæjarstjóri Aþenu kærður fyrir illa meðferð á flækingshundum fyrir 10 árum. Kæra um dýraníð er litin mjög alvarlegum augum í Grikklandi.
Kaffihúsið heitir “Hot Spot” og er staðsett í Mytilene, á eyjunni Lesvos.

Flækigshundar að hlýja sér í miðjum desember.
Flækigshundar að hlýja sér í miðjum desember.

Margir héldu að um auglýsingabrellu væri að ræða, og jafnvel mismunandi sögur farið um hvaða veitingarstaður þetta væri.
En sem betur fer virðist sagan vera á rökum reist og flækingshundar í Mytilene fá að komast í hlýjuna á nóttunni.

Fréttin er þýdd frá: http://www.zoosos.gr/mutilini-anoigoun-tin-kafeteria-gia-na-zestanoun-t-adespota-bradu/#axzz3urhQFups
20.12.2015


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.