Hjólreiðafélag Reykjavíkur mun halda fjallahjólakeppni á fimmtudaginn næsta í bæði barna- og fullorðinsflokkum á stígum fyrir ofan Rauðavatn og upp á Hólmsheiði. Keppnin mun hefjast kl. 18 og mun standa fram eftir kvöldi, eða til um kl. 21. Keppendur verða mættir kl. 17 og munu vera að æfa sig á þessu svæði næstu daga fram að keppni.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.