Hjólreiðafélag Reykjavíkur setti inn tilkynningu á síðu Hundasamfélagsins í dag um Fjallahjólakeppni sem mun fara fram, fimmtudaginn 28. apríl, á svokölluðum Morgunblaðshring. Keppnin mun eiga sér stað milli kl. 18 og 20 og leiðin liggur meðal annars í gegnum Paradísardalinn. Þar sem umferð hjólreiðamanna verður nokkuð þung yfir þessa tvo tíma mælum við með því að færa göngutúrinn annað, eða seinka/flýta göngutúrnum þann daginn. Endilega látið þetta berast svo ekki komi upp slys á mönnum eða hundum.
CaptureKeppt er á 6,8 km langri braut sem er byggð á sömu leið og var farin í fyrra og hún fer í gegnum stóran part hundasvæðisins á einhverjum tímapunkti. Hægt er að skoða kortið betur hér.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.