Hjólreiðafélag Reykjavíkur setti inn tilkynningu á síðu Hundasamfélagsins í dag um Fjallahjólakeppni sem mun fara fram, fimmtudaginn 28. apríl, á svokölluðum Morgunblaðshring. Keppnin mun eiga sér stað milli kl. 18 og 20 og leiðin liggur meðal annars í gegnum Paradísardalinn. Þar sem umferð hjólreiðamanna verður nokkuð þung yfir þessa tvo tíma mælum við með því að færa göngutúrinn annað, eða seinka/flýta göngutúrnum þann daginn. Endilega látið þetta berast svo ekki komi upp slys á mönnum eða hundum.
Keppt er á 6,8 km langri braut sem er byggð á sömu leið og var farin í fyrra og hún fer í gegnum stóran part hundasvæðisins á einhverjum tímapunkti. Hægt er að skoða kortið betur hér.
Fjallahjólakeppni í Paradísardal 28. apríl
