Humane society greindi frá því á dögunum að Fíladelfía, sem er fimmta stærsta borg Bandaríkjanna, samþykkti reglugerð sem bannar sölu hvolpa úr hvolpaverksmiðjum í dýrabúðir og á útimarkaði. Þessi samþykkt þrýstir á Pennsylvaníu-fylki að fylgja reglugerðinni eftir með því að gera reglugerðina að lögum í fylkinu. Í fylkinu eru starfandi um 900 hvolpaverksmiðjur sem myndu líklegast þurfa að hætta starfsemi sinni. Fíladelfía er nú í hópi 140 borgaryfirvalda sem vilja takmarka sölu hvolpa og ýta undir að ættleiddir séu hundar úr athvörfum eða keyptir af ábyrgum ræktendum.

Bann við hvolpaframleiðslu virðist vera að aukast síðastliðin ár, þar sem Conneticut bannaði ræktendur sem væru að brjóta á verlferðarreglum Animal Welfare Act. Maryland samþykkti í seinasta mánuði reglugerð sem bannar gæludýraverslunum að versla dýr frá ræktendum sem ekki eru samþykktir af U.S. Depaerment of Agriculture. Reglugerðin bíður nú undirskriftar ráðherra. Humane Society er nú að vinna með gæludýraverslunum að því að breyta fyrirkomulaginu yfir í að verslanir auglýsi hunda úr athvörfum í stað þess að verslaðir séu hvolpar úr hvolpaverksmiðjum, svokallaðar Puppy-Friendly pet stores.
New Jersey er nú með reglugerð í ferli sem gæti orðið stærsta skrefið hingað til í Bandaríkjunum. Ef reglugerðin verður samþykkt verður hvolpasala úr hvolpaverksmiðjum bönnuð og bannaðar verða sölur á hvolpum þar sem kaupandi hefur ekki komið og skoðað aðstöðu hvolpsins og hitt hvolpinn fyrir kaup.
