Föstudaginn 24. maí útskrifuðust sex fíkniefnaleitarteymi á Hólum. Námið var á vegum lögreglunnar á Norðurlandi vestra og Menntaseturs lögreglunnar. Hundarnir sex heita Manne, Rökkvi, Tindur og bræðurnir Gonni, Bylur og Stormur og höfðu verið síðan í febrúar og stóðust allir próf undir dómurum frá Metropolitan lögreglunni í Bretlandi.

Steinar Gunnarsson og hundurinn Þoka, fyrrverandi lögregluhundur.

Steinar Gunnarsson lögreglufulltrúi og hundaþjálfari var yfirþjálfari námskeiðisins. Var útskriftarhátíðin haldin á Hólum í Hjaltadal þar sem námið hefur farið fram. Michael Nevin, sendiherra Bretlands, var heiðursgestur við athöfnina.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.