Allirhundar.is greina frá því að stálgrindin sé komin upp og yleiningarnar séu á leiðinni til landsins, opnað verður fyrir pantanir í dag um pláss í september. Stöðin mun vera útbúin hundafimitækjum, hundahlaupabretti, flatskjá sem mun spila klassíska tónlist, útvarp eða hundasjónvarpsefni og vefmyndavél svo eigendur geti fylgst með dýrunum sínum allan sólarhringinn.

Við ætlum að reka stöðina með dýravelferð í huga.

Innandyra munu vera herbergi sem verða þannig úr garði gerð að hljóðvist verði sem best. Í þjálfuninni mun hundurinn fá andlega örvun, hann mun fá hlýðni æfingar, læra skemmtilegar brellur eða það sem fær hundinn til að hugsa og eyða orku eins og hægt er.

 Ásamt flatskjá mun hvert herbergi hafa vefmyndavél þannig að eigendur geti fylgst með dýrinu sínu öllum stundum sólarhringsins !

Einangrunarstöðin mun vera með þrjá mismunandi þjálfunarpakka þar sem hundurinn mun ýmist hreyfa sig 2 – 6 sinnum í viku og fá þjálfun 2-5 sinnum í viku og er verðbilið 220.000 – 330.000. Einangrunarstöðin mun vera með aðstöðu til að framkvæma aðgerðir og vera með röntgen tæki á svæðinu.

 Komi eitthvað upp á er sér aðgerðar og röntgen herbergi í stöðinni svo hægt verði að gera aðgerðir skyldi það koma upp á.

Þegar þessi einangrunarstöð mun opna munu biðlistar í einangrun líklega lækka, en einangrunarstöðin í Reykjanesbæ hefur verið eina starfandi einangrunarstöðin síðan 2015 þegar Hrísey lokaði, dýralæknar fóru einnig í verkfall árið 2015 sem hafði áhrif á einangrunina og hefur biðlistinn síðan verið allt að átta mánuðir.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.