Týnd labrador tík fannst í nístandi kulda í South Dakota 4. janúar þegar hún kom með fugl til veiðimanns sem hann hafði skotið niður. Farið var með tíkina í næsta hundaathvarf þar sem hún fékk nafnið River af starfsmönnum athvarfsins. River var illa leikin eftir ævintýraferðina með sár á liðamótum og þófum. of grönn og þreytt. Hún svaf í 48 tíma samfleytt eftir að hún var komin í öruggt skjól í athvarfinu.
River var ekki með örmerki eða með merkispjald. Hún var með hálsól sem hafði stálhring á þannig hún hafði greinilega verið merkt á einhverjum tímapunkti. Hún er húsvön og virðist vera vel vön að sækja fyrir veiðimenn. Enginn á svæðinu hefur þó auglýst hana eða tilkynnt hana týnda til athvarfsins. River er talin vera um 8 – 10 ára að mati dýralækna og hefur verið auglýst til ættleiðingar. Fréttin er þýdd af Fox news
Eðli labradorsins kemur honum til bjargar
