Í gær kom frétt inn á Vísir.is af réttindalausum eiganda hunds sem hafði tekið við hundinum fyrir sex mánuðum. Anítu Estívu Harðardóttur og fjölskylda tóku að sér tíkina Lukku sem var auglýst inni á Dýrahjálp.is af fyrri eiganda Lukku. Núna sex mánuðum seinna vill fyrri eigandi fá Lukku aftur, venjulega væri það ekki hægt nema af því Lukka er enn skráð á fyrri eiganda í Dýraauðkenni sem er örmerkjagagnagrunnur Dýralæknafélags Íslands.
Í reglugerð nr 80/2016 um velferð gæludýra stendur
Umráðamanni hunda, katta og kanína er skylt að auðkenna öll dýr innan 12 vikna aldurs með einstaklingsörmerki skv. alþjóðlegum ISO-staðli. Samtímis skal örmerkjanúmerið skráð í miðlægan gagnagrunn sem er samþykktur eða rekinn af Matvælastofnun. Umráðamanni ber að tryggja að upplýsingarnar séu réttar á hverjum tíma. Umráðamaður ber allan kostnað af merkingu og skráningu dýra sinna. Reglugerð nr. 80/2016 um velferð gæludýra
Dýraauðkenni er eina samþykkti miðlægi gagnagrunnurinn á landinu og það hafa komið ótal dæmi um byrjenda örðugleika þar sem dýr eru skráð vitlaus. Hundar hafa verið skráðir sem kettir eða sem vitlaust kyn og jafnvel ekki fundist í gagnagrunninum eða skráðir á aðila sem hefur aldrei komið nálægt hundinum. Félag hundaeigenda á Akureyri deildi reynslusögu í dag á Facebook síðu sinni. Þegar viðkomandi skoðaði merkingarnar á hundunum og köttunum sínum í gagnagrunninum kom eftirfarandi í ljós:
Pistlahöfundur kannaði stöðuna á sínum dýragarði fyrir nokkrum árum. Þá kom í ljós að einn köttur var tvískráður, annar án upplýsinga um eiganda, hundur skráður á fyrri eiganda, annar hundur ekki til í kerfinu og þriðji hundurinn skráður sem heimilisköttur! Pistilinn má lesa í heild sinni hér
Einnig bendir Félag hundaeigenda á Akureyri réttilega á að ef eitthvað kemur fyrir hundinn og hann þarf að fara í aðgerð er skráður eigandi á Dýraauðkenni í raun sá eini sem má gefa leyfi fyrir aðgerðinni. Þá skiptir ekki máli að þú sért skráður eigandi hjá sveitarfélaginu, eða hjá ræktunarfélagi. Örmerki er æðsta löglega skráningin fyrir eignarrétti einstaklings. Því mælir Hundasamfélagið sterklega með því að allir hundaeigendur skoði aðganginn sinn á Dýraauðkenni og gangi úr skugga um að vera sannarlega eigandi hundsins á heimilinu.