DockDogs eða Dýfuhundar er íþrótt sem hefur verið vinsæl síðastliðin ár í Bandaríkjunum og Ástralíu. Íþróttin felst í því að hundur stekkur af fullum krafti í sundlaug og ýmist er hæð stökksins mæld, sem nefnist Extreme Vertical, lengd stökksins sem kallast Big Air eða tími hundsins yfir í hinn endann á lauginni, kallað Speed Retrieve.
Terry Moore er 64 ára fyrrverandi sorphreinsimaður í Virginia í Bandaríkjunum. Hann kynntist tíkinni Sandy fyrir níu árum síðan á Care-a-Lot ættleiðingarviðburði í borginni. Sandy fannst vannærð, þakin sárum og lítil í sér, við vegkant. Terry og Jo Ann, kona hans, voru að leita að Golden Retriever hundi sem Terry vildi hafa sem félagsskap eftir að hann hætti að vinna. Það var mikið af alls konar hundum á viðburðinum en Jo sá Sandy, þar sem hún stóð við lappir eins sjálfboðaliðans og sagði strax við Terry: ,,Þetta er hundurinn þinn“. Það sannaðist frá fyrsta degi að Terry og Sandy áttu samleið þrátt fyrir að það hafi tekið Sandy um þrjá mánuði að treysta Terry til að klappa sér. Eftir að traust hafði myndast á milli þeirra þjálfaði hann Sandy sem hjálparhund.
Fyrsta sumarið þeirra saman byrjaði Terry að kasta bolta út í tjörn nálægt heimili hans til að kenna Sandy að sækja. Hún stökk strax á eftir boltanum, en virtist ekki hafa kunnað almennilega að synda. Hún var fljót að læra og var farin að elska vatnið eftir örfá skipti. Þetta þróaðist mjög fljótlega yfir í leik hjá þeim. Terry fann bryggju við tjörnina en þar kenndi hann Sandy að stökkva fram af. Næst kenndi hann Sandy að sitja og vera kyrr, sex metrum frá endanum og að taka tilhlaup áður en hún stökk af bryggjunni. Terry sá meðfæddan hæfileika og áhuga á íþróttinni í Sandy og leitaði uppi keppnir í nærliggjandi bæjarfélögum. Fyrsta keppnin sem þau tóku þátt í var í Pennsylvaníu sem er í fimm tíma fjarlægð. Terry lét það ekki stoppa sig og fór með Sandy sem tók nokkur stökk og náði lengst sex metra stökki. Þau þurrkuðu sér og fóru sátt heim. Seinna komst Terry að því að Sandy hafði komist í úrslit í sínum aldursflokki. Þau hafa keppt í Big Air síðan og lengsta stökkið hennar náði tæpum sjö metrum. Nú er hún 11 ára gömul og enn er hún að stökkva fjóra til fimm metra. Næstu helgi keppa þau í Care-a-Lot Canine Sporting Extravaganza en þar tekur hún þátt í svokölluðum hetjuflokki þar sem Sandy er að ná 12 ára aldri.

Hér má sjá stutt myndbönd um hvern flokk fyrir sig.
Einnig er hægt að fá frekari upplýsingar um íþróttina á dockdogs.com
Extreme Vertical
Big Air
Speed Retrieve
Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér.