Manst þú eftir hundinum Derby?

Derby fæddist með vanþroska framfætur. Tara Anderson ákvað að fóstra Derby í gegn um samtökin Peace and Paws. Hún byrjaði á að gefa Derby hjól, sem er algengasta lausnin fyrir hunda sem vantar á lappir eða eru með svipuð hreyfivandamál. Þar sem Deby átti erfitt með að hreyfa sig og leika við aðra hunda ákvað Tara að þróa nýja tegund gervilims fyrir Derby svo hann gæti hlaupið og leikið sér eins og hver annar hundur. Tara starfar við 3d módel og var því með reynslu á hvað gæti hentað Derby við framleiðslu. Til þess að hann myndi ekki grafa fæturna ofan í jörðina voru þeir gerðir líkari dekkjum í laginu en venjulegum loppum. Einnig voru lappirnar gerðar lágar og látnar líkja eftir núverandi hreyfigetu Derby svo þetta væri ekki of mikil breyting í einu. Nú er aðeins meira en ár síðan Derby fékk nýju fæturna sínar og kominn tími á uppfærslu:

Dog's 3D-Printed Prosthetics Get An Upgrade

Derby the dog got his first pair of 3D-printed prosthetics last year, but now he's been fitted with an even better pair of legs thanks to new 3D-printing advances. http://voc.tv/1O6Mb9F

Posted by Vocativ on Laugardagur, 2. janúar 2016

Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.