Alþjóðlegur dagur hundsins verður haldinn hátíðlegur á Akureyri, föstudaginn 26. ágúst kl. 17:00. Félagar í Félagi hundaeiganda á Akureyri og aðrir hundaeigendur ætla að hittast á bílaplaninu fyrir neðan Leikhúsið og ganga saman að Ráðhústorgi. Þar geta hundarnir farið í hlýðniæfingar og þrautir eða skellt sér í klóaklippingu. Allir voffar sem mæta á svæðið fá nammiglaðning. Félag hundaeigenda á Akureyri varð 5 ára í apríl og ætlum við að halda upp á afmælið okkar á þessum degi. Allir velkomnir, með eða án hunda. Hlökkum til að vera með ykkur.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.

Þú gætir einnig haft áhuga á