Betrun fyrir fangana

Castaways er þáttaröð sem unnin er út frá verkefni þar sem fangar fá að þjálfa hunda, sem enginn vill og gera þá þannig tilbúna fyrir ný heimili. Mörg fangelsi í Bandaríkjunum hafa tekið þátt í þessu flotta verkefni en þar í landi enda um það bil 6 miljón hundar í athvörfum og eru um 3-4 miljónir þeirra svæfðir á hverju ári. Margir þessara hunda koma af slæmum heimilum eða hreinlega af götunni.
Þessi mikli fjöldi hunda sem er aflífaður á hverju ári er þó ekki eina vandamálið heldur er fjöldi fanga er einnig vandamál. Á hverjum tímapunkti eru um 2,2 miljónir fanga í fangelsi í Bandaríkjunum.
Fangar missa allt sjálfstæði og oft allan vilja til að taka þátt í samfélaginu sem afneitaði þeim við fangelsisvistun. Þeir sjá enga leið inn í samfélagið á ný þegar/ef þeir losna út og því endar stór hluti þeirra aftur í fangelsi innan skamms tíma. Þetta verkefni er hugsað bæði fyrir fangana og fyrir hundana. Fangarnir öðlast tilgang í vistuninni og er fangelsisvistin því orðin að betrun. Þeir eru betur undirbúnir fyrir það að koma aftur inn í samfélagið og hafa oft þróað með sér enn meiri umhyggju, samúð og vilja til að hjálpa þeim sem minna meiga sín.
Greg small vel inn í sýn verkefnisins. Sjálfur hafði hann lent í slæmum aðstæðum og í framhaldinu ekki fengið rétt tækifæri til að vinna úr þeim og læra á samfélagið. Í dag þjálfar hann veika, óörugga og/eða hrædda hunda og á sama tíma lærir hann sjálfur margt af hundunum.

I’ve had dogs that had to be nurtured, you know, taken care of with medication, you know, just bringing them back. The dogs that come in here they’ve been abused, and that’s like me, I’ve been mentally abused in life, and all that, just going through all the stuff that I go through, so it is hand-in-hand. But it makes me feel good to re-build a dog, it’s like I’m re-building myself too. – Greg
Það eru ótal fangar sem tala um að þetta haldi þeim gangandi. Þeir sjái loks tilgang með lífinu og vonast til að losna úr fangelsinu og halda sér frá afbrotum í framtíðinni.
Hundarnir öðlast nýtt líf

Bella, sem er hundur úr hvolpaframleiðslu, gat ekki fundið nýtt heimili vegna hegðunarvandamála. Eftir þjálfun með föngunum starfar hún sem aðstoðarhundur fyrir unga stelpu sem þjáist af krabbameini.
Margir þeirrra hunda sem voru taldnir óhæfir til að komast á nýtt heimili, eru nú starfandi sem hjálparhundar, leiðsöguhundar og jafnvel lögregluhundar. Allt þökk sé föngunum sem gáfa sér tíma í að þjálfa hundana og koma þeim á rétt ról í lífinu. Esther er dæmi um hund sem hefði líklegast verið svæfð og það mjög fljótlega ef ekki hefði verið fyrir Prison Trained K9 Companion Program.

Esther er ung labrador tík sem var bjargað úr hvolpaframleiðslu. Það er greinilegt að Esther hefur lent í einhverju meira en vanrækslu þar sem hún meig óstjórnlega á sig við það eitt að manneskja horfði á hana. Hún var í þannig ástandi að ekki var hægt að bjóða henni inn á nýtt heimili og því tók Debi Stevens við henni. Debi stofnaði verkefnið Prison Trained K9 Companion Program en hingað til hefur verkefnið tekið við um 6000 hundum. Af þeim var 2367 hundum bjargað úr slæmum aðstæðum líkt og Esther. Fanginn Jason Mayor tók við henni og með ást, alúð og mikilli þolinmæði var Esther tilbúin að fara á nýtt framtíðarheimili.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér meira um verkefnið bendum við á heimasíðuna savingcastaways.com sem sýnir stiklur úr þáttunum og leiðir til að styrkja starfsemina. Einnig er hægt að fylgjast með hundum og sjá framfarir á facebook síðunni Saving Castaways.
Hér er hægt að sjá þáttinn um Esther:
]]>