Í gær varð Buska, 3ja ára íslensk tík, fyrst hunda á Íslandi til að fá hjartagangráð hjá Dýraspítalanum í Garðabæ. Að þessu ótrúlega afreki komu læknarnir Hjörtur Oddsson, Felix Valsson, Gunnar Mýrdal, dýralæknarnir Jakobína Sigvaldadóttir, Hanna M. Arnórsdóttir, Agnes H. Martin og allur fjöldinn af aðstoðarfólki. Eigandi Busku er eiginkona Hjartar Oddsonar læknis sem framkvæmdi aðgerðina með læknum og dýralæknum. Eftir áramót fór að líða yfir Busku og farið var með hana til læknis. „Þá kemur í ljós að hundurinn er mjög hægur í púls. Þegar það er athugað frekar kemur í ljós að hún er með blokk í hjartanu. Ég er sérfræðingur í gangráðum en ef við hefðum ekki gert neitt fyrir hundinn myndi hann deyja á næstu mánuðum,“ segir Hjörtur og því var aðgerð það eina í stöðunni.
Þá kemur í ljós að hundurinn er mjög hægur í púls. Þegar það er athugað frekar kemur í ljós að hún er með blokk í hjartanu. Ég er sérfræðingur í gangráðum en ef við hefðum ekki gert neitt fyrir hundinn myndi hann deyja á næstu mánuðum
Hjörtur

„Það þurfti að gera eitthvað. Við töluðum við dýralæknana á Dýralæknaspítalanum í Garðabæ sem eru svo lausnamiðaðir og duglegir og þeir komu með lausnir á þessu. Ég fékk félaga mína sem framkvæma svona aðgerðir á spítalanum til að gera þetta,“ segir Hjörtur og er þá að vísa til Felix Valssonar og Gunnars Mýrdal. Aðgerðin tók á Busku í gær og fékk hún verkjastillandi, seinna var hún farin að labba og virtist líða ágætlega. „Hún er með fínan púls og gangráð sem skynjar hreyfinguna, bara eins og hjá mannfólki.“ segir Hjörtur
Hann ýtrekar einnig að honum fannst varla annað hafa komið til greina fyrir jafn ungan hund og Buska er.
„Þetta er frekar ungur hundur þannig að okkur fannst mikilvægt að reyna að hjálpa honum en það eru talsverðar líkur á því að hann lifi í einhvern tíma.“ segir Hjörtur.
Aðgerðin er ekki algeng yfir höfuð erlendis samkvæmt stöðuuppfærslu frá Dýraspítalanum í Garðabæ.