Fyrir helgi var brotist inn í gám Hundaræktunarfélags Íslands. Gámurinn stendur við reiðhöllina í Víðidal og úr honum var stolið fundarborðum, stólum og fleiri munum í eigu félagsisns. Mikið af mununum voru nýlegar fjárfestingar og því talsvert tjón fyrir félagið. Hundaræktunarfélagið deildi myndum af eins borðum og stólum á Faceboo síðuna sína á mánudaginn. Ef þið rekist á sambærilega hluti til sölu endilega látið framkvæmdastjóra HRFÍ vita fridur@hrfi.is eða 846-8171 og/eða skrifstofu félagsins sem mun koma upplýsingum áfram til lögreglu.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.