Fyrir helgi var brotist inn í gám Hundaræktunarfélags Íslands. Gámurinn stendur við reiðhöllina í Víðidal og úr honum var stolið fundarborðum, stólum og fleiri munum í eigu félagsisns. Mikið af mununum voru nýlegar fjárfestingar og því talsvert tjón fyrir félagið. Hundaræktunarfélagið deildi myndum af eins borðum og stólum á Faceboo síðuna sína á mánudaginn. Ef þið rekist á sambærilega hluti til sölu endilega látið framkvæmdastjóra HRFÍ vita fridur@hrfi.is eða 846-8171 og/eða skrifstofu félagsins sem mun koma upplýsingum áfram til lögreglu.