Börn skynja hættuna við að nálgast reiðan hund en virðast ekki skynja sömu hættu í kringum hrædda hunda. Þessari niðurstöðu komust Sálfræðingarnir Dr. Sarah Rose og Grace Aldridge frá Staffordshire University að og kynntu þau niðurstöður sínar á ráðstefnu árið 2016 í Belfast.

Hundrað börnum var skipt niður í tvo hópa á aldrinum 4-5 ára (57 börn) og 6-7 ára (61 barn). Þau voru beðin um að horfa á 15 myndskeið og 15 myndir af hundum sem sýna skýra líkamstjáningu. Myndskeiðin voru öll á bilinu sex til ellefu sekúndur að lengd. Eina hljóðið í myndböndunum var hljóð frá hundinum. Aðeins var notast við myndskeið og myndir sem tveir dýrahjúkrunarfræðingar og tveir aðrir fagaðilar voru sammála um hvaða tilfinningu hundurinn væri að sýna. Báðir hópar voru spurðir spurninga um hvort börnin myndu nálgast hundinn (Myndir þú leika við þennan hund?) og hvaða tilfinningu börnin töldu að hundurinn væri að upplifa (Hversu glaður/reiður/hræddur heldur þú að þessi hundur sé?). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að yngstu börnin áttu erfiðast með að greina tilfinningar hundsins og að öll börnin áttu erfiðara með að greina glaðan og hræddan hund en reiðan. Þrátt fyrir það eru börn almennt séð góð í að greina tilfinningar hundsins en skynja ekki hræddan hund sem hættulegan hund í jafn miklum mæli og reiðan hund. Dr. Rose bætir við að þetta ætti að vera áherslupunktur hjá félagasamtökum sem vinna að fræðslu á hundum og forvörnum gegn hundsbitum.

“Young children are relatively good at accurately identifying the emotion that a dog is displaying. However, children’s understanding of safe practices around dogs are lacking as they only demonstrated caution about approaching angry dogs. They appeared to be unaware that there might be problems approaching frightened dogs. This finding should help inform dog bite prevention campaigns.”

Heimildir:

http://www.staffs.ac.uk/news/children-unaware-of-the-risks-of-approaching-frightened-dogs-tcm4292249.jsp

https://www.bps.org.uk/news-and-policy/children-are-unaware-risks-approaching-frightened-dogs


administrator

Berglind á íslenska fjárhundinn Hektor og whippetana Blossa og Takt. Hún hefur mikla reynslu af hundum og er lærður hundaþjálfari og -atferlisfræðingur. Hún lærði í bandaríska skólanum The Academy for Dog Trainers. Berglind er að læra dýrahjúkrunarfræði og vinnur hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, ásamt því að reka hundaskólann Hundasetrið. Berglind lærði hundanudd í Chicago School of Canine Massage. Hún er með BSc í sálfræði og hefur unnið með Dýrahjálp Íslands.