Á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun var kynnt tillaga um að Borgarlínan muni liggja yfir Geirsnefið og inn á Suðurlandsbrautina. Þetta er gert til þess að minnka álag á Miklubrautina á háannatímum með því að dreifa umferðinni. Í þessari tillögu er þó hundasvæðið orðið tvöföld slysagildra. Seinustu ár hafa minnst tveir hundar misst lífið við að fara af Geirsnefi út á Miklubraut, ef byggja á Borgarlínu hinu megin er hundasvæðið í miðjunni á mjög hættulegri umferð með tilheyrandi hávaða, mengun og slysahættu.

Hægt er að sjá vinningstillöguna í heild sinni hér

Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér

 


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.