Á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun var kynnt tillaga um að Borgarlínan muni liggja yfir Geirsnefið og inn á Suðurlandsbrautina. Þetta er gert til þess að minnka álag á Miklubrautina á háannatímum með því að dreifa umferðinni. Í þessari tillögu er þó hundasvæðið orðið tvöföld slysagildra. Seinustu ár hafa minnst tveir hundar misst lífið við að fara af Geirsnefi út á Miklubraut, ef byggja á Borgarlínu hinu megin er hundasvæðið í miðjunni á mjög hættulegri umferð með tilheyrandi hávaða, mengun og slysahættu.

Hægt er að sjá vinningstillöguna í heild sinni hér
Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér