bloat_article_1

Eftirtaldar tegundir eru í frekari hættu en aðrar: Afganskur Hound, Airedale Terrier, Akita, Alaskan Malamute , Basset Hound, Bernafjallahundur, Borzoi, Bouvier des Flandres, Boxer, Bullmastiff, Dogue de Bordeaux, Chesapeake Bay Retriever, Collie, langhundur, Dobermann, Springer Spaniel, Fila Brasileiro, Golden Retriever, Gordon Setter, Stóri Dani, Þýskur Fjárhundur, Pýreneahundur, Írskur Setter, Írskur Úlfhundur, Labrador Retriever, Nýfundnalandshundur, púðli, Nýfundnalandshundur, Gamli enski Fjárhundur, Pekinghhundur, Rottweiler, Samoyed, St. Bernard, Weimaraner og Blóðhundur.

Til að koma í veg fyrir bloat átt þú ekki að hreyfa hundinn fljótlega eftir að hann hefur borðað, né gefa honum að borða fljótlega eftir að hann hreyfir sig (að minnsta kosti 2 klst. fyrir eða eftir mat). Gefa ætti fleiri máltíðir á dag í stað einnar og gefa ætti litla matarskammta. Ekki gefa hundinum vatn um 1 klukkustund fyrir eða eftir matargjöf. Koma þarf hundinum strax til dýralæknis ef þú telur hann hafa bloat vegna þess að ferlið gengur mjög hratt fyrir sig. Að kunna að bregðast við er mikilvægt. Hafið hraðar hendur á. Notið plastslöngu (slangan þarf að vera nægilega grönn svo hún komist niður háls hundsins og nægilega löng til að hún komist niður í magann án þess þó að fara of langt inn.) Ef slangan kemst niður í maga, þýtur loftið út um slönguna. Ef slangan kemst ekki niður í magann, getur magasnúningurinn verið of mikill.

Höfundur: Berglind Kolbeinsdóttir