Chi chi fannst í ruslapoka fyrir aftan kjötverslun í Suður-Kóreu fyrir um tveim mánuðum. Fætur hennar voru bundnar það fast saman með vír að sinar og bein voru sjáanleg. Talið er að hún hafi verið á leið í slátrun, enda er hefð er fyrir því að leggja sér hundakjöt til munns í Kóreu.

Chi chi þýðir “loving”, eða “elskandi” á íslensku

In this Saturday, March 12, 2016 photo, Richard Howell carries Chi Chi, a golden retriever mix, at his home in Phoenix. The 2-year-old dog has spent two months in a veterinary clinic in Seoul learning how to live with prosthetic paws. (AP Photo/Terry Tang)
Richard Howell heldur á Chi Chi, á nýja heimili hans í Phoenix.

Dýraathvarf í Los Angeles Animal Rescue, Media & Education, eða ARME, tók við Chi chi frá Seoul í Kóreu. ARME sýndi framför Chi chi á Youtube þar sem núverandi eigandi féll fyrir henni. Upprunalega ætlaði Richard Howell bara að styrkja samtökin fjárhagslega til að aðstoða með endurhæfinguna. Richard áttaði sig hinsvegar á því að það mikilvægasta sem Chi chi vantaði væri nýtt heimili.

“When it came down to it, the biggest need was that she needed a place to live,” Richard Howell said. “I think ultimately as we progressed with her story, we just felt a connection with her. Chi Chi is different. She might actually change the world.”


Howell fjölskyldan veit að Chi chi á enn eftir töluverða endurhæfingu og eru núþegar búin að panta tíma hjá nokkrum mismundi fag aðilum til að meta hvað Chi chi vantar. Chi chi hefur tekið þessu öllu með jafnaðargeði og verið er að stefna að því að Chi chi geti stutt þá sem þurfa að láta fjarlægja limi. Með því að hjálpa fólki andlega sem þarf að takast á við það að þurfa að missa lim er vonast til þess að það sem Chi chi gekk í gegn um hafi tilgang.

“Maybe she can encourage people who have to have amputations themselves like soldiers and kids,” Richard Howell said. “We want to use her story to make the lives of humans better. I think if we do that, we’re doing something positive in the world.”

]]>


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.