Í frétt DV segir frá því að bíl Alexanders hafi verið stolið nú í kvöld fyrir utan Subway í Skeifunni, kl. 20:00. Í bílnum var Chihuahua hundurinn Snabbi. Snabbi sat í farþegasæti bílsins þegar honum var stolið.

Skráningarnúmer bifreiðarinnar, sem er Volkswagen Caddy, er OT 075. Bíllinn er hvítur á litin. Hundurinn snabbi er þrílitur (svartur, brúnn og hvítur).

Alexander biðlar til allra sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu. Alexander ásamt Hundasamfélaginu öllu biður fólk að hafa augu opin og að deila fréttinni svo sem flestir viti af málinu.

Uppfært:

Snabbi er fundinn heill á húfi en bíllinn er ekki enn kominn í leitirnar.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.