Í frétt DV segir frá því að bíl Alexanders hafi verið stolið nú í kvöld fyrir utan Subway í Skeifunni, kl. 20:00. Í bílnum var Chihuahua hundurinn Snabbi. Snabbi sat í farþegasæti bílsins þegar honum var stolið.
Skráningarnúmer bifreiðarinnar, sem er Volkswagen Caddy, er OT 075. Bíllinn er hvítur á litin. Hundurinn snabbi er þrílitur (svartur, brúnn og hvítur).
Alexander biðlar til allra sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu. Alexander ásamt Hundasamfélaginu öllu biður fólk að hafa augu opin og að deila fréttinni svo sem flestir viti af málinu.
Uppfært:
Snabbi er fundinn heill á húfi en bíllinn er ekki enn kominn í leitirnar.