Hvort sem um ræðir nýtt hundasvæði eða uppfærsla á núverandi svæði er mikilvægt að það sé gert fagmannlega og hafa ber ákveðna hluti í huga.

Stærð, lögun og undirlag

Til þess að gerðið nýtist sem skyldi þyrfti stærð að vera að minnsta kosti um 1000 fm. Það þarf alls ekki að vera kassalaga og jafnslétt, það gleður auga hundaeiganda og gefur hundunum afþreyingu ef þau innihalda falleg tré, gróður, mismunandi undirlag. Til þess að girðingin henti sem flestum hundum þyrfti hún helst að vera minnst 1,60m á hæð.

Anddyri og leiktæki

Það þarf að koma fyrir anddyri og passa undirlag vel svo það verði sem minnst hætta á að hundar sleppi út úr gerðinu þegar nýr kemur inn. Þetta gefur fólki möguleikann á að taka taum af hundinum sínum og leyfa honum að koma inn í gerðið laus. Það stórminnkar líkurnar á að hundar stressist upp við að kynnast nýjum hundum á meðan eigandinn er að halda honum föstum til að taka af honum tauminn.

Hér er mikilvægt tækifæri til að gera hundagerði sem er ekki lýti á umhverfið heldur nýtist hundaeigendum vel og er fallegt fyrir almenning að horfa á. Það er heilsueflandi að fara út með hundinn, kasta bolta, æfa hann í að nota leiktækin eða ganga smá hring í gerðinu á meðan hundurinn hleypur um og skoðar.

Kjósum í um fleiri hundagerði

Hundaeigendur vilja stærri nothæf gerði í Reykjavík, þau sem eru núna eru allt of lítil, þau eru annaðhvort úti á opnu túni þar sem er engin vörn fyrir veðrum og vindum og/eða of lítil til þess að hægt sé að hreyfa sig og halda þannig á sér hita. Hundar þurfa að hafa verkefni, það er ekkert fyrir þá að skoða á jafnsléttu í pínu litlu gerði sem er ekki nægilega stórt til þess að hægt sé að kasta bolta. Lítum til nágranna þjóðanna þar sem gert er ráð fyrir hundahaldi og boðið er upp á hundagerði sem eru falleg fyrir augað og nýtast hundaeigendum.

Hugmyndirnar sem eru komnar í hugmyndasöfnunina eru:

Hundagerði í Grafarvog

Hundagerði við Vesturbæjarlaug

Hundagerði í Fossvogsdal

Hundagarður í Hlíðarnar

Hundagerði á svæðinu milli Flúðasels og Engjasels

Leiktæki á hundasvæðið í Laugardalnum

Hundagarður í Breiðholt


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.