Myndin Rjómi er í sýningu um þessar mundir. Myndin er líklega fyrsta heimildarmynd sinnar tegundar hérlendis. Hilmar Egill Jónsson hefur frá árinu 2012, reynt árangurslaust að koma hundinum Rjóma til Íslands með fjölskyldunni. Árið 2017 fékk hann loks leyfi fyrir innflutningi. Myndin fjallar að mestu um þessa baráttu Hilmars og Rjóma og hvernig Matvælastofnun (MAST) tók, að því er virtist, geðþóttaákvörðun um að banna Rjóma. Einnig er fjallað stuttlega um sögu hundahalds á Íslandi og Bull Terrier tegundina sjálfa.

Freyja Kristinsdóttir leikstýrði og vann að klippingu myndarinnar. Þetta er hennar fyrsta heimildarmynd og hefur hún verið að taka hana upp frá árinu 2015 þegar hún heyrði fyrst af baráttu Rjóma. Hún hélt fyrst að Bull Terrier tegundin væri bönnuð á Íslandi vegna þess að því var ítrekað haldið fram í fréttaflutningi. Í ljós kom að hundategundin hefur aldrei verið bönnuð á Íslandi og að það hafði áður verið samþykktur innflutningur á hundi af sömu tegund. Freyja ákvað því að setja sig í samband við Hilmar og bað um að fá að fylgjast með ferlinu.

Myndin hefur nú þegar fengið hvatningarverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði 21. maí síðastliðinn.

Tix.is.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.