Bangsi kemur með eiganda sínum í skólann

hefur verið sannað að dragi úr framleiðslu stresshormóna og er því algeng aðferð hjá svokölluðum Emotional Support Animals sem þekkjast vel erlendis. Elísabet fékk Bangsa þegar hann var 9 mánaða, þá var hann illa farinn andlega og líkamlega. Hann tengdist Elísabetu fljótt og hefur hjálpað henni með kvíðann síðan þá, hann er í dag 4ra ára.
Ég fékk Bangsa 9 mánaða og þá var hann hræddur við allt og flæktur upp að skinni, rakaði hann og hann var kominn með pínu sár eftir flækjur. Hann var roooosalega hræddur við flöskur. Ef þú lyftir flösku upp þá hljóp hann í burtu með skottið á milli lappana en núna leikur hann sér með flöskur <3
Elísabet á oft erfitt með að mæta í skólann út af kvíðanum, hún ákvað að tala við Kristján Ásmundsson, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS), og athuga hvort hún gæti fengið leyfi til að taka hundinn Bangsa með sér í skólann. Elísabet var spurð út í tegund, stærð og atferli Bangsa. Þá var Elísabet beðin um að fá meðmæli frá sálfræðingnum hennar um að Bangsi myndi hjálpa henni með kvíðann og hvernig hann gerir það. Sálfræðingurinn hennar Elísabetu nefndi við hana að Bangsi gæti orðið að ákveðinni öryggishegðun fyrir hana ef hann kæmi með alla daga, samþykkt var að Elísabet fengi leyfi til að taka Bangsa með á slæmum dögum þar sem hún væri sem allra verst í kvíðanum. Hún kom með leyfið frá sálfræðingnum í skólann og nú er Bangsi leyfður á tilraunatímabili til að sjá hvernig gengur að hafa hann með í skólanum. Í dag fór Elísabet með Bangsa í fyrsta skipti í skólann, hún segir að það hafi gengið vonum framar og að hann hafi komið henni virkilega á óvart hvað hann hafi verið rólegur og yfirvegaður þrátt fyrir lætin í skólanum og bendingar og öskur um að það væri hundur í skólanum.
Settist í stólinn og hann í fangið en hann var alltaf að hreyfa sig þannig ég setti hann í stól fyrir hliðin á mér og hann fór bara að sofa, það voru mjög fáir að spá í honum nema fyrst, ég var auðvitað mjög stressuð þá því ég var ekki viss hvernig hann myndi haga sér en hann var mjög rólegur allann tímann og svo fór ég framm og hélt á honum niður í matsal og settist niður og auðvitað allir að kalla að það sé hundur í skólanum, hann var bara liggjandi á gólfinu á milli fótanna minna mjög rólegur og vinkonur mínar voru að gefa honum athygli og á þeim tíma kenndi ég honum að fara að fólki ef ég leyfði honum það 🙂
Bangsi svaf við fætur hennar í skólanum og lærði að mega bara heilsa fólki þegar hann fær leyfi frá Elísabetu, enda er hann í vinnunni að fylgjast með Elísabetu og veita henni athygli ef kvíðinn lætur sjá sig. Elísabet fann strax mikinn mun á sér og náði að taka þátt í hópaverkefni sem venjulega hefur verið of mikið fyrir hana.
Núna er aðal testið ensku tími, allir eru alltaf svo rosalega háværir þar. Fórum inn settist niður og hann lagðist bara á gólfið á milli fótana minna og fór að sofa. Við vorum í hópum að keppa og þá eru mestu lætin og oftast þá vinn ég ekki með hópnum útaf kvíða en þetta sinn var ég alveg með hópnum og Bangsi alveg rólegur liggjandi á gólfinu þegar allir voru að öskra útaf öðrum liðum.
Tveir samnemendur Elísabetu nefndu að þeir væru með ofnæmi, en urðu ekki varir við einkenni við að hafa Bangsa í kring um sig. Bangsi er af tegundinni Silky Terrier og fer því ekki úr hárum, þær tegundir sem fara ekki úr hárum eru ólíklegri til að valda ofnæmi en tegundir sem fara úr hárum.