American Veterinary Society of Animal Behavior (AVSAB) voru stofnuð 1976 og eru samfélag dýralækna og vísindamanna sem hafa sameiginlegan áhuga á að skilja hegðun dýra og vinna með hegðunarvandamál með tilliti til velferð dýranna og eigenda þeirra. Markmið samtakanna er að deila vísindalega rannsökuðum upplýsingum til meðlima sinna og gefa reglulega frá sér tilkynningar til dýralækna og almennings um til dæmis hegðunarvandamál og þjálfunaraðferðir.
Meðlimir AVSAB eru eingöngu fagaðilar með PhD gráðu í atferlisfræði dýra eða sambærileg menntun. Samtökin vinna ekki eingöngu með gæludýr í huga heldur einnig dýr í dýragörðum, framandi gæludýr, villt dýr, búfénað og tilraunadýr. Tilgangur AVSAB er að deila faglegri og vísindalegri þekkingu til allra umsjónaraðila þessara dýra með velferð dýrana og öryggi umsjónaraðila í huga þegar kemur að þjálfun og ummönun.

Þann 12. september 2021 gaf AVSAB frá sér tilkynningu um uppfærða afstöðu sína gagnvart mannúðlegri hundaþjálfun. Hingað til hafa samtökin ekki sett sig upp á móti svokölluðum blönduðum þjálfunaraðferðum þar sem jákvæð refsing er notuð. Nú hafa samtökin gefið út þá tilkynningu að samkvæmt nýjustu rannsóknum mæli samtökin eingöngu með nútíma þjálfunaraðferðum þar sem verðlauna-miðuð þjálfun er notuð í allri meðhöndlun, þar með talið hegðunarvandamálum. Jákvæð refsing hafi bæði skaðleg áhrif á velferð dýrsins og samband dýrsins við manneskjur. Það séu engar sannanir fyrir því að jákvæðar refsingar séu áhrifaríkari en verðlauna-miðuð þjálfun á neinn hátt.
Samtökin færa rök fyrir og vísa í greinar máli sínu til stuðnings í yfirlýsingu sem má finna hér
Niðurstöður yfirlýsingarinnar má lésa hér:
Conclusion
American Veterinary Society of Animal Behavior
Based on current scientific evidence, AVSAB recommends that only reward-based training methods are used for all dog training, including the treatment of behavior problems. Aversive training methods have a damaging effect on both animal welfare and the human-animal bond. There is no evidence that aversive methods are more effective than reward-based methods in any context. AVSAB therefore advises that aversive methods should not be used in animal training or for the treatment of behavior disorders.