Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.
Engin dýr búa yfir jafn miklum breytileika, innan sömu tegundar, og hundar. Það getur verið ótrúlegt að hugsa til þess
Arien Smith er að vinna gegn fordómum yfir ósýnilegum sjúkdómum með Disney prinsessum og hjálparhundunum þeirra! Arien upplifði ofbeldi og
Föstudaginn 24. maí útskrifuðust sex fíkniefnaleitarteymi á Hólum. Námið var á vegum lögreglunnar á Norðurlandi vestra og Menntaseturs lögreglunnar. Hundarnir sex heita Manne, Rökkvi, Tindur og bræðurnir Gonni, Bylur og Stormur og höfðu verið síðan í febrúar og stóðust allir próf undir dómurum frá Metropolitan lögreglunni í Bretlandi.
Hundasamfélagið og Sif Traustadóttir dýralæknir eru nú í átaki við að kynna merkjamál hunda fyrir hundaeigendum og þeim sem umgangast hunda. Það er mikilvægt að skilja hvernig hundunum líður til að geta byggt upp gott samband við hundinn, þjálfa og koma í veg fyrir slys.
Þýski fjárhundurinn Hanz var kynntur í gær á vorfundi tæknimanna sveitarfélaga í gær, á Hótel Selfossi. Hanz hefur verið í þjálfun hérlendis í um ár, í samstarfi við Mannvit, að leita að myglu í húsum. Mygluleitarhundar þekkjast víða í Evrópu en ekki hefur verið notast við þá hérlendis hingað til. Einar Ragnarsson, sviðsstjóri hjá Mannviti segir að Hanz muni gjörbylta aðferðum við að leita af leyndri myglu í húsum.
Á fundi stjórnar félagsbústaða 2. maí sl. var samþykkt að „leyfa hunda- og kattahald samkvæmt almennum reglum og samþykktum íbúa.“
Hundaæði hefur ekki greinst í manneskju í Noregi síðan 1815, en hundaæði er alvarlegur veirusjúkdómur sem smitast frá ýmsum dýrategundum með munnvatni, oftast í gegnum bit eða klór, auk þess sem veik dýr geta smitað fólk með því að sleikja það segir Kristine Mørch, yfirlæknir á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu og sérfræðingur í trópískum smitsjúkdómum.
Hundasamfélagið hefur síðan 12.mars 2019 verið að úthluta umhverfisvænum hundaskítspokum á hundasvæðin í Reykjavík. Pokarnir eru geymdir á hundasvæðunum í
Á Íslandi eru langflestir hundar örmerktir, enda er það skilyrði samkvæmt reglugerð um velferð gæludýra. Örmerki er lítil flaga sem