Ashley Theiler og fjölskylda hennar á 5 hunda. 4 sleðahunda og einn þjónustuhund. Max er þjónustuhundur fyrir Logan, sem er 11 ára. Logan er með kvíða og þunglyndi.

Fjölskyldan flutti til bæjarins Meire Grove árið 2014 með hundana Smokey, Cricket, Josie og Max. Í ágúst á seinasta ári bættu þau við husky hundinum Valkyrie.
Fyrr í þessum mánuði setti bæjarstjórnin lög sem bannar fleiri en tvo hunda á heimili. Þessi lög voru sett vegna fjölda kvartana yfir gelti í bænum. Þar af leiðandi geta þeir sem hafa fleiri en tvo hunda á heimili fengið sektir og jafnvel fangelsisvist.
Ahsley lýsir því þegar komið var með leyfin fyrir hundana heim að dyrum. Henni var tjáð að hún væri með of magra hunda og henni rétt skjölin, hún var beðin um að velja 2 til að halda, skila þeim skjölum aftur til sýslumansins og losa sig við hina hundana.
“He said, ‘you have too many dogs, you have to get rid of three of them so pick the two you’re going to keep’,”
Ashley er að reyna að berjast fyrir því að fá leyfi til að halda hundunum þar sem þeir hafa núþegar fengið leyfi undir gömlu lögunum. Þetta er kallað „grandfather clause“ og þýðir að ekki er hægt að svifta viðkomandi núverandi rétti sem gefinn var með eldri lögum. Borgarstjórinn hefur hafnað þessum rökum.
Ashley segir það óréttlátt fyrir fjölskylduna hennar að vera neydd með nýjum lögum til að taka ómögulega ákvörðun og velja hvaða tveir hundar fá að lifa.
“To me, there’s not one dog that’s worth less than another — so, I can’t decide.”
Ashley ákvað því að búa til undirskriftarsöfnun. Söfnunin er komin í 43 þúsund undirskriftir þegar þessi grein er skrifuð.
Ashley fór með 40 blaðsíður af undirskriftum til bæjarstjórans seinasta fimmtudag í von um að geta breytt ákvörðun bæjarstjórans.
Ef það gengur ekki mun hún fara með málið fyrir dómstóla.
“I’m hoping they will grandfather us in,” Theiler says. “And if they don’t, I’m just going to have to try harder.”