Íslenskt frumkvöðlafyrirtæki hefur þróað smáan örmerkjaskanna sem tengist við farsíma og flettir upp örmerkjanúmeri í gagnagrunni WorldFengur og Dýraauðkennis. Upprunalega er örmerkjalesarinn hugsaður fyrir hesta. Eftir að Karl Már, stofnandi ANITAR, tók vitlausan hest heim úr haga byrjaði hann að þróa leið til að bjóða upp á ódýra örmerkjaskanna sem passa í vasa og eru á viðráðanlegra verði.

,,Ég var út í haga að sækja hest sem ég á og varð þá vitni af mönnum í erfiðleikum með að finna réttan hest. Það tók þá nokkurn tíma áður en þeir fundu þann rétta. Mér þótti fyndið að fylgjast með þessu en karma bítur mann yfirleitt í bakið og ég rölti í burtu með vitlausan hest þennan sama dag. Í ljósi þessarar reynslu ákvað ég að setja saman hóp fólks og reyna að finna einfalda lausn á vandamálinu. Við höfum þróað tæki sem getur nýst dýralæknum og ræktunarmönnum í starfi. Nú er bara að fá þá til liðs við okkur.”

– Karl Már Lárusson

Skannarnir eru ekki með neinum skjá, en allar upplýsingar birtast í smartsímanum í staðinn. Hundasamfélagið sér mikla möguleika fyrir týnd gæludýr, Týndi Týri heldur utan um auglýsingar af týndum hundum á samfélagsmiðlum og það týnast að meðaltali 3 hundar á dag. Skanninn er kallaður Bullet og fyrirtækið ANITAR, frumkvöðlarnir eiga sólarhring eftir á Kickstart söfnun í von um að koma lesaranum í framleiðslu. Það verður gaman að sjá hvort annar hver hunda- og kattareigandi verður kominn með örmerkjalesara mun bráðar sem mun koma týndum dýrum enn fyrr heim.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.