Expressions Studies on Wolves. Schenkel fylgdist með hegðun úlfa á árunum 1930-1940, með þeim tilgangi að sjá mynstur í hegðun úlfanna. Úlfarnir sem hann fylgdist höfðu verið handsamaðir úr náttúrunni og voru geymdir í í dýragarðinum Switzerland’s Zoo Basel. Schenkel fann út að í hverjum úlfahópi væru tveir aðalúlfar; forystuúlfur og úlfynja. Hann sagði einnig frá samkeppni milli árásarhneigðra úlfa sem berðust um sitt sæti í hópnum.
,,Úlfynja og úlfur sitja efst í flokknum. Þau para sig saman og engin samkeppni ríkir á milli þeirra, þó svo að lítil slagsmál geti brotist út ef þau verða afbrýðisöm. Þau stjórna hópnum og fylgjast sífellt með og verja þannig sitt pláss sem foringjar“.Þar með kom hugtakið ,,foringi“ fyrst fram þegar talað var um hegðun úlfa. Í rannsókn sinni bar Schenkel heimilishunda og úlfa ítrekað saman þar sem hann tók dæmi um hegðun heimilishunda og útskýrði þá hegðun með því sem hann fann út þegar hann fylgdist með úlfunum. Hugmynd hans var mjög einföld. Fyrst úlfar eru flokksdýr sem velja sér foringja, hljóta heimilishundar að gera það sama. Það var þó einn stór galli í þessari rannsókn. Schenkel rannsakaði vissulega úlfa en úlfarnir sem hann fylgdist með voru ekki villtir og þeir bjuggu ekki úti í villtri náttúru, heldur voru þetta handsamaðir úlfar sem bjuggu með mönnum. Schenkel fylgdist einungis með þessum tveimur úlfahópum en þrátt fyrir það varð þetta sú rannsókn sem helst var litið til í tugi ára, þegar kom að hegðun úlfa. Á næstu árum rannsökuðu nokkrir hegðun úlfa í svipuðum aðstæðum, þar sem fylgst var með hegðun handsamaðra úlfa. Þær niðurstöður svipuðu til þeirra sem Schenkel fékk sem styrkti kenninguna um forystuúlfa. Líffræðingurinn L. David Mech rannsakaði úlfa á sjöunda áratugnum. Hann fylgdist með úlfum í þjóðgarðinum Michigan’s Isle Royale National Park í tengslum við doktorsverkefni sitt og gaf út bókina The Wolf: The Ecology and Behavior of an Endangered Species árið 1970. Bókin ýtti undir niðurstöður Schenkel um forystuúlfa og baráttu um sæti í valdapýramídanum. Þeir sem lásu bók Mech voru látnir trúa því að yfirráð (e. dominance) væri lykilatriði þegar kæmi að því að skilja hegðun úlfa og að þörfin fyrir baráttu um yfirráð væri meðfædd í úlfum. Bókin náði gífurlegum vinsældum og var prentuð aftur árið 1981. Hún er enn fáanleg í dag en Mech hefur sagt að honum þyki það miður. Mech dró kenningu sína um forystuúlfa til baka. Honum þykir leiðinlegt að flestir sem þekkja hugtakið um forystuúlf eða alpha wolf, þekkja það út af bókinni sem hann gaf út. [caption id="attachment_1820" align="aligncenter" width="498"]

,,Sú hugmynd að forystuúlfur eða foringi ráði yfir flokki, sem samanstendur af úlfum á svipuðum aldri, er nokkuð villandi“.Mech nefnir fyrri rannsóknir, til dæmis rannsókn M.W. Fox, Socio-ecological implications of individual differences in wolf litters: a developmental and evolutionary perspective, sem birtist í tímaritinu Behaviour árið 1971. Sú rannsókn fjallaði um það að ákveðnir ylfingar yrðu forystuúlfar frekar en aðrir. Þar var einnig talað um að sumir úlfar yrðu forystuúlfar og hinir yrðu fylgjendur og að þeir væru allir saman í flokk. Nýjar niðurstöður Mech sýndu að úlfar búa til fjölskyldur, frekar en flokka. Í hverri fjölskyldu eru tveir úlfar (úlfur og úlfynja) ásamt tveimur ylfingum. Úlfar hafa ekki meðfædda tilfinningu fyrir skiptingu innan hópsins. Þeir eru hvorki fæddir foringjar né fylgjendur. ,,Forystuúlfarnir“ svokölluðu væru frekar það sem við myndum kalla foreldra. Ungviðin fylgja foreldrum sínum, eins og hjá öðrum tegundum. Það vinnur sig enginn upp sem foringi hópsins, þrátt fyrir að foreldrarnir siði ungviði sín þegar þess þarf. Þó svo að rannsakendur sáu suma óskylda úlfa flokkast saman, er mun algengara að skyldir úlfar fylgi hverjum öðrum þegar þeir ferðast milli staða. Ungir úlfar berjast ekki til að verða að foringja heldur verða þeir viðskila hóp sínum og stofna sinn eigin hóp og fjölskyldu með öðrum útskúfuðum úlfum. Þetta þýðir þó ekki að úlfar sýni engin merki um að vilja félagsleg völd (e. social dominance). Atferlisfræðingurinn Marc Bekoff telur að úlfar og önnur dýr (þar á meðal mannskepnan), hafi þörf fyrir ákveðin félagsleg völd. Hann telur að það sé ekki hægt að negla niður eina merkingu á því hvað það þýðir að vilja félagsleg völd. Þörf fyrir völd getur verið mjög mismunandi eftir ólíkum aðstæðum og á milli einstaklinga. Það er því ekki verið að segja að ekki megi útskýra nokkurn part af hegðun úlfa með því að þeir vilji völd, heldur er búið að afsanna þá hugmynd um að þeir berjist um sæti í ákveðnum valdapýramída. Enn í dag eru úlfar, bæði handsamaðir og villtir, rannsakaðir út um allan heim. Skilningur okkar á hegðun úlfa verður þannig nákvæmari og flóknari. Þrátt fyrir allar þessar rannsóknir heldur fólk enn fast í hugmyndina um forystuúlf. Margar bækur, bíómyndir og sögur hafa sitt að segja þar sem oft er talað um forystuúlfa. Það sem meira er, þessi hugmynd um foringja situr pikkföst í mörgum þegar kemur að hundaþjálfun. Líkt og Schenkel gerði fyrir meira en sex áratugum, yfirfæra margir hugmyndina um forystuúlf og valdapýramída yfir á hunda, hundahald og hundaþjálfun. Vissulega erum við með ákveðið yfirvald þegar kemur að hundunum okkar, rétt eins og foreldrar eru yfir börnum sínum og úlfar og úlfynjur yfir ylfingum sínum. Það eru þó margir sem taka þessa hugmyndafræði allt of langt. Sumir hundaþjálfarar gefa hundaeigendum langan lista af hlutum sem þeir mega ekki gera. Ekki leyfa hundinum að ganga á undan þér út um hurðina. Ekki leyfa honum að vinna þegar þið leikið ykkur með reipi. Ekki leyfa honum að borða á undan þér! Sumir (jafnvel frægir) hundaþjálfarar hvetja fólk meira að segja til að sýna hundum sínum yfirráð með því að snúa þá niður eða meiða þá. Þessar þjálfunaraðferðir koma allar út frá úreltum úlfarannsóknum. Úreltum niðurstöðum er snúið á þann veg að hundaeigendur séu í eilífri valdabaráttu við hundinn sinn.
