Nýlega mynduðust umræður inni á Facebook hóp Hundasamfélagsins um hversu ungur einstaklingur mætti fara út með hund í göngu. Bent var á að í reglugerð um velferð gæludýra kemur fram í 5. gr. að óheimilt sé að fela börnum undir 18 ára einum ábyrgð á dýri og að forráðamenn þeirra ábyrgir fyrir meðferð og meðhöndlun dýrsins. Þetta á við um öll gæludýr og vísar ekki beint í taumgöngu, enda fjallar 5. gr. um almenna umhirðu.

Óheimilt er að fela börnum undir 18 ára aldri og ólögráða einstaklingum einum ábyrgð á dýri og skulu forráðamenn þeirra ábyrgir fyrir meðferð og meðhöndlun dýrsins.

5. gr. Reglugerð um velferð gæludýra

Skoðaðar voru hundasamþykktir í leit af takmörkunum og aðeins fannst klausa í 13. gr Hundasamþykktar Reykjavíkur um að hundur skuli alltaf vera í taumi og í umsjá manns, sem hefur fullt vald yfir þeim. Þar með má áætla að samkvæmt lögum má senda 10 ára barn með smáhund út í göngutúr en ekki stóran hund sem barnið hefur ekki fullt vald yfir.

Óheimilt er að fela börnum undir 18 ára aldri og ólögráða einstaklingum einum ábyrgð á dýri og skulu forráðamenn þeirra ábyrgir fyrir meðferð og meðhöndlun dýrsins. 5. gr. Reglugerð um velferð gæludýra Skoðaðar voru hundasamþykktir í leit af takmörkunum og aðeins fannst klausa í 13. gr Hundasamþykktar Reykjavíkur um að hundur skuli alltaf vera í taumi og í umsjá manns, sem hefur fullt vald yfir þeim. Þar með má áætla að samkvæmt lögum má senda 10 ára barn með smáhund út í göngutúr en ekki stóran hund sem barnið hefur ekki fullt vald yfir.

Hundar skulu annars ávallt vera í taumi utan húss, sbr. þó 15. gr., og í umsjá manns, sem hefur fullt vald yfir þeim. 13. gr. Hundasamþykktar Reykjavíkur

Hundasamfélagið ákvað að senda fyrirspurn á Hundaeftirlit Reykjavíkur, þar sem spurt 1) Hvort öðrum en leyfishafa er heimilt að fara með hund í göngutúr, 2) Hvort litið sé eins á ef um fjölskyldumeðlim eða ótengdan aðila sé að ræða, 3) Hvort það sé aldurstakmark og 4) Ef upp kemur slys í taumgöngu hvort það skipti máli hver sé með hundinn í taumi.  Svarið er að ef eigandi hundsins treystir viðkomandi til að fara út með hundinn sé það heimilt. Ekki eru gerðar kröfur um aldur viðkomandi einstaklings, hvorki í lögum né reglugerðum.

Umráðaðili er sá sem hverju sinni er með umráð yfir hundinum s.s. eigandi eða annar sem eigandi treystir til að vera með hundinn þ.e. hundurinn skal ávallt vera í fylgd ábyrgs aðila eins og segir í 2. mgr. 14. gr.  Það er ávallt á ábyrgð eiganda ef einhver atvik koma upp og Heilbrigðiseftirlitið gengur að honum verði slys eða annað.  Engin sérstök aldurstakmörk eru bundin í reglugerðir eða lög hve ungur einstaklingur má vera eða getur ráðið við að vera með hund í taumi í borgarlandinu og þarf að meta aldur m.t.t. getu þar um.  Sú skylda er á eiganda hundsins. Svar Hundaeftirlitsins við fyrirspurn.

Hundasamfélagið vill þó minna á að hundaeigendum ber að meta þær aðstæður sem geta myndast í göngutúrum. Barn getur ekki brugðist við lausum hundi þó það hafi hemil á sínum, slysin gerast hratt og börnin sitja eftir með slysið á samviskunni, höfum aðila á hinum endanum á taumnum sem getur tekið ábyrgð.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.