56 staðfest tilfelli af hundum sem hafa látist vegna sjúkdómsins síðan í nóvember 2012. Í kring um 1980 byrjuðu greyhound hundar í Alabama að veikjast. Þeir fengur opin ljót sár án sýnilegrar ástæðu og nokkrum dögum seinna gáfu nýrun sig. Það fannst engin augljós skýring en talið var að bakteríur eins og Escherichia coli (oftast þekkt sem E. coli) framleiddu eitur sem væri að valda einkennunum. Sjúkdómurinn var þá kallaður Alabama Rot og lítið sem ekkert hefur verið skráð um tilfelli síðan þá. Stofnuð hefur verið síðan alabamarot.co.uk þar sem haldið er utan um staðfest tilfelli og grunuð.
Ekki er til nein bóluefni við sjúkdómnum, því það er ekki vitað hvað veldur honum. Ekki hafa fundist nein tengsl milli staðfestu tilfellana er varðar matarræði, drykkjarvatn eða umhverfi. Ekki virðist koma í veg fyrir smit að þrífa hundana eftir göngutúra og sjúkdómurinn hefur herjað á allar tegundir, allt frá pug upp í Labradora. Lífslíkur er taldnar vera milli 20 – 30% greinist hundur með Alabama rot, þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða meðhöndla orsökina er aðeins hægt að vinna gegn einkennunum. Hundar sem lifa af þurfa að vera í mikilli eftirfylgni vegna þess að sjúkdómurinn veldur nýrnabilun. 93% staðfestra tilfella voru milli nóvember og maí mánaðar, á meðan aðeins 7% gerðust milli júní og októbers. Hægt er að skoða hundana sem lifðu af hér.
Sem betur fer ættum við ekki að vera í hættu hérlendis sökum einangrunarinnar, en við hvetjum hundaeigendur í Bretlandi og nágrannalöndum að hafa varan á, þar sem komið hafa upp svipuð tilfelli í Þýskalandi þó engin staðfest.
Dýralæknar í Bretlandi vara við Alabama Rot
