Örmerki

Örmerkið í samanburði við eldspýtu. Örmerkið í samanburði við eldspýtu.


Það þarf að skrá hann annarsvegar á dyraaudkenni.is, það er gert þegar hundurinn er örmerktur.
Ef þú færð hund frá aðila sem hefur núþegar örmerkt hann þarf sá aðili að breyta skráningunni inni á Dýraauðkenni, eða að fráfarandi eigandi getur farið með nýjar upplýsingar um verðandi eiganda á næstu dýralæknastofu og fengið skráningunni breytt ókeypis. En það verður að vera skriflegt leyfi fráfarandi eiganda.
Því þarf að gefa upp allar nauðsynlegar upplýsingar til að breyta skráningunni. Hundur er löglega skráður þeim sem er skráður eigandi inni á Dýraauðkenni, hundaeftirlitið fylgir þessum upplýsingum þegar hundur finnst og því er mikilvægt að þessar upplýsingar séu réttar.
Borga þarf 1000 kr. fyrir aðgang að síðunni til að breyta upplýsingum og vera með Íslykil.
Skoðið skráninguna ykkar, það hefur komið fyrir að vitlaus eigandi sé skráður, dýrið sé vitlaust kyn eða jafnvel vitlaus dýrategund.

Sveitarfélagið

Hund þarf að skrá hjá því sveitarfélagi sem hann tilheyrir, umsókn er yfirleitt í stafrænu formi sem hægt er að prenta út á vef sveitarfélagsins undir Heilbrigðiseftirlit eða Hundaeftirlit.

8. gr. Umsóknir, skráning og frestir. Umsókn um leyfi til hundahalds skal senda Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur innan mánaðar frá því að hundur/hvolpur er tekinn inn á heimili, enda hafi leyfis skv. 5. gr. verið aflað. Umsókn skal fylgja greiðsla skráningargjalds, sbr. 12. gr. Heimilt er að halda hvolpa, sem vistaðir eru á skráningarstað móður, án skráningar þar til þeir verða 4 mánaða.
-Úr hundasamþykkt Reykjavíkur

Gjöld eru mismunandi eftir sveitarfélögum, sem og afsláttur og hvað er innifalið í gjaldinu.
Fylgja þarf með umsókninni mynd af hundinum, örmerkisnúmer, nafn, litur og upplýsingar eiganda.
Ef eigandi býr í fjölbýli þarf að prenta út sérstakt blað og fá eigendur íbúða sem deila sameign að skrifa undir. Samþykki fyrir hundi þarf að fá frá 2/3 eigenda íbúða og þarf samþykkið að fylgja með umsókninni.
Yfirleitt er Skráningargjald fyrsta árið, í Reykjavík er það. 20.800 kr., næstu ár er gjaldið yfirleitt lægra og er flokkað sem Eftirlitsgjald, 19.850 kr. í Reykjavík. Þetta gjald er árlegt og alveg þar til hundur deyr, tilkynna þarf andlát sérstaklega til eftirlitsins til að hætta að greiða gjaldið.
gardar
Sum sveitarfélög hafa árlega ormahreinsun og bólusetningu inni í gjaldinu, einnig er stundum 50% afsláttur af eftirlitsgjaldinu ef hundur og eigandi hafa farið á námskeið, afslátturinn fylgir ekki ef hundurinn fer á annað heimili.

12. gr. ….Heimilt er að veita þeim hundaeigendum, sem sótt hafa námskeið viðurkennt af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um meðferð hunda allt að helmings (50%) afslátt af árlegu eftirlitsgjaldi,
–Úr hundasamþykkt Reykjavíkur

Einnig er mikilvægt að skrá hundinn hjá sveitarfélaginu, því annars getur hundaeftirlitsmaður ekki afhent hundinn fyrr en búið er að skrá hann.
Í Reykjavík yrði þetta fljótt að telja því þá þyrfti að borga Skráning eftir útrunnin frest sem er 31.700 kr. og Handsömunargjald sem er 30.200 kr.
Vert er að minnast á að gjaldskráin er hæst í Reykjavík.

Merkjum hundana

Merkjum hundinn svo hver sem er geti komið honum heim
Merkjum hundinn svo hver sem er geti komið honum heim


Að lokum minnum við á mikilvægi þess að merkja einnig hundana með merkispjaldi með símanúmeri, það er snögglegasta leiðin til að koma týndum hundi heim.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.